Ásakanir „Það var byrjað á mér.“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG.
Ásakanir „Það var byrjað á mér.“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. — Morgunblaðið/Kristinn
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir umræður á Alþingi fremur snúast um persónur en rök og að þingmenn séu ekki tilbúnir að endurskoða efnahagsstefnuna í ljósi nýrra gagna. „Þetta er gamli hugsunarhátturinn.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir umræður á Alþingi fremur snúast um persónur en rök og að þingmenn séu ekki tilbúnir að endurskoða efnahagsstefnuna í ljósi nýrra gagna. „Þetta er gamli hugsunarhátturinn. Þetta gengur út á að vera saman í liði og verja sinn málstað án tillits til þess hvort það koma einhver haldbær mótrök,“ segir hún.

Þau Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi reynt að koma með málefnalegar skýringar á afstöðu sinni til fjárlagafrumvarpsins en allir fjölmiðlar og meirihluti stjórnarliða hafi ákveðið að hunsa gagnrýni þeirra og fara í þau persónulega. „Það var byrjað á mér og ég ásökuð um að geta ekki verið hluti af liðsheild. Það er kannski eitthvað til í því vegna þess að í umhverfinu sem ég kem úr, akademíunni, er þetta ekki spurning um skiptingu í lið heldur að setja fram rökstudda skoðun og reyna að verja hana.“

Hættulegur niðurskurður

Lilja óttast að niðurskurðurinn og vaxtagreiðslur ríkissjóðs geti orðið til þess að Íslendingar lendi í vítahring líkt og Bandaríkjamenn gerðu. Vaxtagreiðslurnar á næsta ári án Icesave verða 73 milljarðar. „Vítahringurinn felst í því að mæta þarf samdráttaráhrifum af niðurskurði síðasta árs með enn meiri niðurskurði árið á eftir,“ segir Lilja.

Hægt hefði verið að forðast þann vítahring með því að flýta skattlagningu séreignarsparnaðar og nota hann til að draga úr atvinnuleysi, örva eftirspurn og greiða niður skuldir en það samræmist hins vegar ekki efnahagsáætlun AGS.