Heathrow Mikil röskun hefur verið á flugi.
Heathrow Mikil röskun hefur verið á flugi.
Það leit út fyrir að allir flugfarþegar sem áttu bókað flug til Íslands fyrir jól kæmust til landsins þegar leitað var upplýsinga hjá flugfélögum í gærkvöldi. Miklar tafir hafa verið á flugi í Evrópu undanfarið vegna veðurs.

Það leit út fyrir að allir flugfarþegar sem áttu bókað flug til Íslands fyrir jól kæmust til landsins þegar leitað var upplýsinga hjá flugfélögum í gærkvöldi. Miklar tafir hafa verið á flugi í Evrópu undanfarið vegna veðurs.

„Þetta hefur gengið þokkalega. Það er allt að færast í eðlilegt horf aftur vonandi,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún segir tafir hafa orðið á flugi frá Lúxemborg í fyrradag vegna þoku þar en þeir farþegar hafi komist til landsins í gær.

Hjá Icelandair er sömu sögu að segja, einhverjar tafir urðu á Evrópuflugi en þær voru minniháttar. „Þetta gengur heilt yfir ágætlega. Miðað við það sem hefur gengið á undanfarna daga þá er þetta allt saman nálægt því að vera á áætlun og allir ættu að komast til síns heima,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í gærkvöldi. Síðasta flugið fyrir jól komi seinnipartinn í dag frá Lundúnum. kjartan@mbl.is