Dæmi nr. 1 <strong> T.P. Madely</strong> Mát í 1. leik!
Dæmi nr. 1 T.P. Madely Mát í 1. leik!
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skákþrautir þær sem hér birtast verða að teljast eilítið snúnari en þær sem undirritaður tók saman fyrir tveimur árum. Fyrsta dæmið er óvenjulegt. Þar þarf einungis að finna mátleikinn. Möguleikarnir eru æði margir en aðeins einn leikur er réttur.

Skákþrautir þær sem hér birtast verða að teljast eilítið snúnari en þær sem undirritaður tók saman fyrir tveimur árum. Fyrsta dæmið er óvenjulegt. Þar þarf einungis að finna mátleikinn. Möguleikarnir eru æði margir en aðeins einn leikur er réttur. Næsta dæmi ætti ekki að vefjast fyrir neinum en í dæmum 3-6 sveiflast erfiðleikastuðullinn talsvert upp á við en þau draga dám af þeim sem lögð eru fyrir keppendur á alþjóðlegum skákdæmamótum, sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Nýbakaður heimsmeistari í greininni er enski stórmeistarinn og stærðfræðingurinn John Nunn. Í dæmi nr. 7 er komið að einum af höfuðsnillingum skákdæmagerðar, Leonid Kubbel.

Lokadæmið nr. 8 á sér óvissan uppruna en nokkrar útgáfur eru til um söguna á bak við það og dæmið sjálft hefur birst annars staðar í eilítið breyttri mynd. Sú útgáfa sögunnar sem undirritaður heyrði fyrir 20 árum var á þá leið, að snemma á öldinni sem leið hefði ókunnur bóndi frá Georgíu komið þessu dæmi saman eftir mikla erfiðismuni en hugmyndina fékk hann eftir að hafa skoðað skák sem Capablanca tefldi á stórmótinu í Sankti Pétursborg árið 1914. Hann var svo stoltur af hugverki sínu að hann límdi mynd af upphafsstöðunni áfast við sitt hjartkæra landbúnaðartæki – dráttarvélina – sem með því hlaut merkilegan sess í skáksögunni. Nokkru síðar áræddi bóndi að senda rússnesku skákblaði dæmið með ósk um að það yrði birt. En bréfið frá honum lá hins vegar óopnað áratugum saman. Um það bil hálfri öld síðar reikaði „töframaðurinn frá Riga“, Mikhail Tal, inn á skrifstofur skákvikublaðsins „64“ og einhver þar bað hann að fara yfir gamlan póst sem hafði hrúgast upp hjá ritstjórninni. Þar fannst bréfið frá bóndanum frá Georgíu. Tal hafði hrist fram úr erminni marga glæsilega fléttu um dagana en þessi sem blasti við honum á gulnuðum blöðum lét hann ekki ósnortinn enda má kalla lausnina tæra snilld.

Lausnir munu birtast í áramótablaði Morgunblaðsins.

Helgi Ólafsson | helol @simnet.is