Stundum er sagt að fyrsta útspil sé skot í myrkri. Það er ekki allskostar rétt. Sagnir lýsa upp sviðið og út frá þeim er oft hægt að finna rök sem mæla með einu útspili umfram annað.

Stundum er sagt að fyrsta útspil sé skot í myrkri. Það er ekki allskostar rétt. Sagnir lýsa upp sviðið og út frá þeim er oft hægt að finna rök sem mæla með einu útspili umfram annað. Það er góð regla að velja útspilið fyrst út frá sögnum, horfa svo betur á eigin hönd og íhuga hvort ástæða sé til að skipta um skoðun. Furðu oft reynist engin ástæða til þess. Hér á eftir fara fjögur útspilsdæmi. Lesandinn er í öllum tilfellum í vestur og fær það vandasama verkefni að finna hina einu réttu útkomu. Í lokin er heilabrjótur á opnu borði.

(1) Austur gefur. Enginn á hættu.

Vestur
D752
ÁG872
3
874

Þú Norður Makker Suður
1 lauf 1 tígull
dobl* 5 tíglar dobl pass
pass pass
Makker þinn í austur opnar á Standard-laufi og þú sýnir hálitina með neikvæðu dobli á innákomunni. Annað er eðlilegt.

Hvert er útspilið?

(2) Austur gefur. Allir á hættu.

Vestur
10532
DG652
G1053

Þú Norður Makker Suður
1 tígull 4 spaðar
pass pass dobl pass
pass pass
Makker opnar á Standard-tígli og doblar svo fjóra spaða. Doblið er beggja handa járn: sýnir höggspil í vörn, en líka vilja til að spila sókn á fimmta þrepi. Þú ákveður að verjast.

Hvert er útspilið?

(3) Norður gefur. AV á hættu.

Vestur
10842
ÁK108
1053
D8

Þú Norður Makker Suður
1 tígull pass 1 hjarta
pass 1 spaði pass 2 lauf *
pass 3 tíglar pass 3 grönd
pass pass pass
Kerfi mótherjanna er Precision. Norður hefur sýnt 6-4 í tígli og spaða, góð spil, en þó minna en 16 punkta. Suður á hjartalit og laufstopp, en tvö lauf var „fjórði liturinn“ og krafa í geim.

Hvert er útspilið?

(4) Suður gefur. Enginn á hættu.

Vestur
ÁK6
D872
G32
Á52

Þú Norður Makker Suður
1 grand
pass 4 hjörtu* pass 4 spaðar
pass pass pass
Grandopnun suðurs er á styrkleikabilinu 14-16 og stökk norðurs í fjögur hjörtu er yfirfærsla í spaða.

Hvert er útspilið?

Norður
KDG62
K1064
10964
Vestur Austur
94
432 ÁDG10965
ÁG9732 D85
KG83 7
Suður
Á108753
K87
ÁD52
(5) Suður spilar sex spaða og fær út tígulás.

Síðasta jólaþrautin er heilabrjótur á opnu borði. Spilið er þó enginn tilbúningur. Það kom upp á HM í París 2001, í leik Norðmanna og Pólverja. Á báðum borðum vakti austur á fjórum hjörtum og síðan endaði suður sem sagnhafi í sex spöðum dobluðum. Í sætum sagnhafa voru tveir af bestu spilurum samtímans: Cezari Balicki og Tor Helness. Hvorugum tókst að vinna slemmuna, þrátt fyrir hagstætt útspil – tígulás. Getur lesandinn gert betur? Það kemur í ljós síðar, en svörin verða birt í sérstökum þætti innan tíðar. Gleðileg jól.

Guðmundur Páll Arnarson.