Ýmsar hljóðbækur og fyrirlestra á netinu.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati?
Ef valið stæði á milli Long gone before daylight með Cardigans og Deep Purple in rock, þá myndi ég velja Raw Sienna með Savoy Brown.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana?
Remasters með Led Zeppelin, með gjafabréfi í fermingargræjubúð í Ármúla.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Lúxus upplifun, það er mikil ást í henni.
Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera?
Enginn, þeir sem ég þekki til eru mestmegnis egóistar og/eða ímyndaðar ímyndir.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum?
En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?
Fyrir utan sængina, þá er gott að hlusta á þögn. (Þögn er ekki hljómsveit!)