„Þetta er búið að taka óvenju langan tíma því það hefur þurft að fara í gegnum reglugerðir vegna lánssamnings, og svo þarf Colchester að semja við FH og svona, en þetta er að mjakast áfram eins og allir vilja.

„Þetta er búið að taka óvenju langan tíma því það hefur þurft að fara í gegnum reglugerðir vegna lánssamnings, og svo þarf Colchester að semja við FH og svona, en þetta er að mjakast áfram eins og allir vilja. Ég hefði samt viljað fara fyrr út til að komast fyrr í form,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður hjá FH sem er að öllum líkindum á leið á láni til enska 2. deildarfélagsins Colchester:

„Þetta yrði þannig að ég yrði í 3 mánuði hjá þeim, og Colchester þyrfti svo að taka ákvörðun um hvort félagið vill halda mér áfram. Ef ekki spila ég með FH frá byrjun næstu leiktíðar.“ sindris@mbl.is