Á nanó-kortinu er mynd af jólatré.
Á nanó-kortinu er mynd af jólatré.
Vísindamenn við Glasgow-háskóla hafa búið til jólakort sem sagt er vera það minnsta í heimi. Kortið er 200x290 míkrómetrar að stærð, en mannshár er 100 míkrómetra breitt.

Vísindamenn við Glasgow-háskóla hafa búið til jólakort sem sagt er vera það minnsta í heimi. Kortið er 200x290 míkrómetrar að stærð, en mannshár er 100 míkrómetra breitt.

Á vef skólans segir að kortið sjáist ekki með berum augum en það er svo lítið að hægt væri að koma 8.276 slíkum kortum fyrir á einu frímerki. Míkrómetri er 1 milljónasti úr metra.

Vísindamennirnir notuðu nanótækni til að búa kortið til. Raftækjaframleiðendur eru farnir að nýta þá tækni við framleiðslu á skynjurum og líklegt er að hún verði notuð við framleiðslu á myndavélum, sjónvörpum og tölvuskjám.