Þá er komið að frumsýningum jólamynda kvikmyndahúsanna í ár. Ein íslensk er þeirra á meðal, Gauragangur . Viðtal við leikstjóra myndarinnar, Gunnar B. Guðmundsson, má finna á bls. 46 í blaðinu. Myndirnar eru frumsýndar 26. desember.
Little Fockers
Metacritic: 29/100
Empire: 40/100
Þrívíddarmynd og framhald myndarinnar Tron frá árinu 1982. Sam Flynn, 27 ára sonur Kevins Flynns sem sogaðist inn í heim tölvuforrita í Tron, rannsakar hvarf föður síns og dregst inn í sömu veröld. Feðgarnir fara í ferðalag um sýndarheim sem orðinn er mun hættulegri en hann var áður. Leikstjóri: Joseph Kosinski. Aðalhlutverk: Jeff Brigdes og Garrett Hedlund.
Metacritic: 49/100
Empire: 60/100
Auk þessara mynda verða sýndar gamlar jólamyndir í Bíó Paradís, The Apartment eftir Billy Wilder og It's a Wonderful Life eftir Frank Capra.