Sýndarheimur Úr TRON: Legacy, einni af jólamyndunum í ár.
Sýndarheimur Úr TRON: Legacy, einni af jólamyndunum í ár.
Þá er komið að frumsýningum jólamynda kvikmyndahúsanna í ár. Ein íslensk er þeirra á meðal, Gauragangur . Viðtal við leikstjóra myndarinnar, Gunnar B. Guðmundsson, má finna á bls. 46 í blaðinu. Myndirnar eru frumsýndar 26. desember.

Þá er komið að frumsýningum jólamynda kvikmyndahúsanna í ár. Ein íslensk er þeirra á meðal, Gauragangur . Viðtal við leikstjóra myndarinnar, Gunnar B. Guðmundsson, má finna á bls. 46 í blaðinu. Myndirnar eru frumsýndar 26. desember.

Little Fockers

Þriðja myndin um fjölskyldumanninn Greg Focker og stirð samskipti hans við gallharðan tengdaföður sinn Jack. Nú hafa Greg og eiginkona hans Pam eignast tvö börn og Greg reynir enn að öðlast viðurkenningu tengdaföður síns. Leikstjóri myndarinnar er Paul Weitz en í aðalhlutverkum eru Ben Stiller, Robert De Niro og Teri Polo.

Metacritic: 29/100

Empire: 40/100

TRON: Legacy

Þrívíddarmynd og framhald myndarinnar Tron frá árinu 1982. Sam Flynn, 27 ára sonur Kevins Flynns sem sogaðist inn í heim tölvuforrita í Tron, rannsakar hvarf föður síns og dregst inn í sömu veröld. Feðgarnir fara í ferðalag um sýndarheim sem orðinn er mun hættulegri en hann var áður. Leikstjóri: Joseph Kosinski. Aðalhlutverk: Jeff Brigdes og Garrett Hedlund.

Metacritic: 49/100

Empire: 60/100

Auk þessara mynda verða sýndar gamlar jólamyndir í Bíó Paradís, The Apartment eftir Billy Wilder og It's a Wonderful Life eftir Frank Capra.