Alls bárust Jólaaðstoðinni 4.043 umsóknir um aðstoð fyrir jólin, þar af 170 frá Akureyri. Um 95% þeirra sem sendu inn umsóknir sóttu jólaaðstoð sína. Heldur færri nutu aðstoðarinnar í ár en í fyrra.

Alls bárust Jólaaðstoðinni 4.043 umsóknir um aðstoð fyrir jólin, þar af 170 frá Akureyri. Um 95% þeirra sem sendu inn umsóknir sóttu jólaaðstoð sína. Heldur færri nutu aðstoðarinnar í ár en í fyrra.

Fjöldi þeirra sem sóttu um í fyrsta skipti var 927, en þar af sóttu 134 ekki aðstoðina.

Í fyrra mættu 3.946, en í dag eru samtals 3.845 búnir að koma til að sækja aðstoðina, sem gerir 101 færri í ár en í fyrra. Þetta er 2,56% fækkun. Að Jólaaðstoðinni standa Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík. Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að þó að þörf fyrir aðstoð við fátækt fólk sé enn mikil telji hún að ástandið sé heldur betra en í fyrra. Þá hafi atvinnuleysið verið meira en það er í dag.