Ekkert viðunandi tilboð barst í fasteignafélagið Regin A3, sem dótturfélag Landsbankans setti í opið söluferli í nóvember .
Ekkert viðunandi tilboð barst í fasteignafélagið Regin A3, sem dótturfélag Landsbankans setti í opið söluferli í nóvember . „Vilji eigenda stendur þó áfram til þess að selja hlutafé félagsins og verður það gert þegar hagstæðari skilyrði skapast,“ segir í tilkynningu frá Regin ehf., sem á félagið. Reginn A3 ehf. á sjö fasteignir, sem áður voru í eigu Saxhóls og Hólagarðs og eru flestar leigðar undir smásölurekstur á höfuðborgarsvæðinu . M.a. er um að ræða fasteignirnar Lóuhóla 2-4, betur þekkta sem Hólagarða, þar sem Bónus er með verslun, Lóuhóla 6, þar sem aðalstarfsemi og hráefnavinnsla Dominos er til húsa, Grensásveg 46, þar sem verslun 11-11 er, og Hringbraut 121, betur þekkta sem JL-húsið.