Kóngulóarmaðurinn Söngleik um hann hefur verið frestað vegna óhapps við æfingar.
Kóngulóarmaðurinn Söngleik um hann hefur verið frestað vegna óhapps við æfingar.
Forsýningu á söngleiknum Spider-Man: Turn Off the Dark var frestað í vikunni vegna óhapps sem áhættuleikari varð fyrir mánudaginn sl. á generalprufu. Forsýna átti söngleikinn í leikhúsi á Broadway í New York miðvikudaginn sl.
Forsýningu á söngleiknum Spider-Man: Turn Off the Dark var frestað í vikunni vegna óhapps sem áhættuleikari varð fyrir mánudaginn sl. á generalprufu. Forsýna átti söngleikinn í leikhúsi á Broadway í New York miðvikudaginn sl. Áhættuleikarinn, einn af níu sem fara með hlutverk Kóngulóarmannsins, datt fram af palli og slasaðist á baki. Þurfti í kjölfarið að fara betur yfir öryggisatriði í uppfærslunni. Áhættuleikarinn sem slasaðist, Christopher W. Tierney, mun þó líklega ná sér að fullu, að því er fram kemur á vef BBC. Hann þarf þó að fara í aðgerð á baki. Frumsýningu á söngleiknum hefur verið frestað til 7. febrúar á næsta ári.