Gestastjórnandi Tilda Swinton.
Gestastjórnandi Tilda Swinton. — Reuters
Leikkonan Tilda Swinton mun koma að listrænni stjórnun kvikmyndahátíðarinnar í Edinborg. Fréttir bárust í vikunni af því að framlög til hennar yrðu skert verulega.
Leikkonan Tilda Swinton mun koma að listrænni stjórnun kvikmyndahátíðarinnar í Edinborg. Fréttir bárust í vikunni af því að framlög til hennar yrðu skert verulega. Edinborgarhátíðin er elsta kvikmyndahátíð heims, að því er fram kemur í dagblaðinu Guardian. Vegna niðurskurðarins verða ekki veitt verðlaun á hátíðinni og leitað leiða til að auka aðsókn, m.a. að lækka miðaverð og fá gestastjórnendur og þar kemur Swinton til sögunnar.