Stjörnustíll Brad Pitt og Angelina Jolie í sína fínasta pússi á dögunum.
Stjörnustíll Brad Pitt og Angelina Jolie í sína fínasta pússi á dögunum. — Reuters
Að hanga á náttfötunum öll jólin, eins og sumir tala um, er ekki mjög svalt.

Að hanga á náttfötunum öll jólin, eins og sumir tala um, er ekki mjög svalt. Svo virðist sem sú tíska hafi rutt sér til rúms að hafa það sem mest kósí um jólin, svo kósí að það er ekki farið úr náttfötunum og hárið ekki greitt, varla staðið upp úr sófanum.

Í kvöld á að fara í sitt fínasta púss, setjast til borðs með fjölskyldunni og borða góðan mat í rólegheitunum og nota alla þá góðu borðsiði sem til eru. Á morgun skal farið í sitt næstfínasta púss og náttfötin sett undir sæng. Það er alveg hægt að hafa það kósí fullklædd/ur.