20. janúar 2011 | Viðskiptablað | 134 orð

Viðskiptaráð viðurkennir að gagnrýni hafi verið réttmæt

Viðskiptaráð hefur sent frá sér Skoðun, þar sem m.a.
Viðskiptaráð hefur sent frá sér Skoðun, þar sem m.a. segir: „Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að starfsháttum viðskiptalífsins var ábótavant árin fyrir hrun, meðal annars hvað varðar gagnsæi, góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þar stóð Viðskiptaráð ekki vaktina sem skyldi og fagnar ráðið gagnrýninni og málefnalegri umræðu. Á grunni hennar verður lögð rík áhersla á endurskoðun ýmissa þátta í starfi Viðskiptaráðs,“ segir ráðið.

Viðurkennir Viðskiptaráð m.a. að umfjöllun um skýrslur þess um fjármálakerfið; „Financial Stability in Iceland“ eftir Tryggva Þór Herbertsson og Frederic Mishkin og „The Internationalisation of Iceland's Financial Sector“ eftir Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, hafi um of einblínt á jákvæða þætti þeirra en gagnrýni á höfunda sé að mörgu leyti ómakleg. Framkvæmdastjóri ráðsins fram á haust 2007 var Halla Tómasdóttir, en þá tók við núverandi framkvæmdastjóri, Finnur Oddsson.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.