Litskrúðugt Nemendur lögðu mikið í gerð búninga og förðun, eins og sjá má.
Litskrúðugt Nemendur lögðu mikið í gerð búninga og förðun, eins og sjá má.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi leikritið Draum á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í Norðurpólnum föstudagskvöldið sl.
Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi leikritið Draum á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í Norðurpólnum föstudagskvöldið sl. Fjöldi manns kemur að uppfærslunni, yfir 80 MR-ingar og þar af þrjátíu leikarar, sex manna hljómsveit og um fimmtíu menntskælingar sáu um að sauma búninga, hanna sviðsmynd, markaðssetja sýninguna o.fl. Í uppfærslunni var unnið út frá upprunalegri þýðingu Helga Hálfdanarsonar á verki Shakespeare en eins og sjá má af myndunum er uppfærslan í nútímalegum búningi. Leikstjóri verksins er Gunnar Helgason.