Fyrirfram vitað að atkvæða­ greiðslan yrði með þessum hætti ­ segir Þórarinn V.

Fyrirfram vitað að atkvæða­ greiðslan yrði með þessum hætti ­ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ "Sú skoðun sem sett var framaf VR eftir að úrslit lágu fyrir um að eðlilegra hefði verið að hafa vigtaða atkvæðagreiðslu aðildarfélagana er ekkert verri skoðun en hver önnur. Hins vegar hefur þetta alltaf verið gert með þessum hætti og það lá ljóst fyrir áður en miðlunartillagan var lögð fram að þessi háttur yrði hafður á og það komu ekki fram nein mótmæli við því," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands aðspurður um gagnrýni á hvernig atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara var háttað meðal vinnuveitenda.

"Það var hins vegar haft við orðað valdið lægi greinilega ofar hjá samtökum vinnuveitenda en hjá verkalýðsfélögunum að þessu leyti og það er alveg rétt. Framkvæmdastjórnin hefur endanlegt vald til þess að samþykkja samninga, sem stjórnir og trúnaðarráð verkalýðsfélagana hafa ekki. Það háttar því allt öðru vísi til og mér finnst heldur dapurlegt að fara að hanga á þessu hálmstrái eftir á," sagði hann ennfremur.

Hann sagði að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um fyrstu skrefin í sambandi við afgreiðslu- og viðskiptabann á þau fyrirtæki sem hafa samið við verslunarmannafé lögin sem eru í verkfalli. Þeir vildu sjá hvernig málin þróuðust, en þarna væri um að ræða varnaraðgerð.

"Þetta eru engar hefndaraðgerðir, heldur er þetta einfaldlega til þess að verja stöðu félagsmanna okkar, sem verða fyrir barðinu á verkföllunum. Hins vegar vonar maður að þessum vinnudeilum fari að slota. Það eru búnar að vera samfelldar deilur um kaup og kjör í sex mánuði og út úr því getur ekki komið mikið meira en vindur," sagði Þórarinn.