Fór út með vinningsglampann í sólgleraugunum ­ segir Sverrir Stormsker Íslendingar lentu í þriðja sinn í 16. sæti í Söngvakeppnievrópskra sjónvarpsstöðva á laugardag og þótti mörgum það súrt í broti.

Fór út með vinningsglampann í sólgleraugunum ­ segir Sverrir Stormsker Íslendingar lentu í þriðja sinn í 16. sæti í Söngvakeppnievrópskra sjónvarpsstöðva á laugardag og þótti mörgum það súrt í broti. Sögðust allir keppendurnir hafa búist við mun betri árangri og nefndu margir 10. sætið. Önnur varð raunin og voru því nokkrir Írlandsfaranna inntir álits á keppninni.

"Ég vildi hreinlega ekki trúa þvíað Ísland væri svona njörvað við 16. sætið," sagði Sverrir Stormsker. "Ég jafnaði ég mig fljótt, fannst þetta í raun bráðfyndið. Svo lenti ég í 16. sæti í flugvélinni á leiðinni heim og býst ekki við öðru en að sætið fylgi mér fram í rauðan dauðann.

Ég hefði miklu frekar viljað lenda í 21. sæti en 16. af öllum sætum. Mér þykir hart að vera kominn í hóp með Valgeiri Guðjónssyni og Magnúsi Eiríkssyni."

Hvaða sæti áttir þú von á að lenda í? "Ég bjóst við að verða í einum af 10 efstu og taldi fyrsta sætið nokkuð líklegt. Ég tek eflaust þátt í keppninni á næsta ári og verð fyrir vonbrigðum ef ég lendi ekki í 16. sæti."

Hvernig gekk flutningurinn? "Ég var nokkuð ánægður með flutninginn, nema hvað við heyrðum ekkert í okkur á sviðinu. Það hafði engin áhrif á mig að vita af þessum milljónum glápandi á keppnina, þetta var svipuð tilfinning og að halda tónleika á Eskifirði fyrir 20 manns. Ástæðan fyrir slæmu gengi okkar er einfaldlega sú að við erum ekki komnir á landakortið, úti veit enginn neitt um okkur og það er ekki gert ráð fyrir að neitt komi frá okkur. Ég held að lagið hafi engu máli skipt, við hefðum lent í 16. sæti þó við hefðum flutt svissneska lagið."

Sérðu eftir að hafa farið? "Alls ekki, það var til dæmis mikil lífsreynsla að smakka írskan mat. Ef ég hefði séð úrslitin fyrir hefði ég auðvitað ekki farið, ég fór út með vinningsglampann í sólgler augunum."

Hvað tekur nú við? "Við Stebbi erum að fara að taka upp plötu, sem á að koma út í nóvember, ég get ímyndað mér að hún komi út þann 16.. Þá var ég var búinn að lofa að hengja mig í gaddavír ef við lentum í 16. sæti, svo ég kaupi mér að öllum líkindum kaðal eða gaddavír. Ef ég svo hengi mig, verður það gert hægt og hljótt í gleðibankanum."

Hef áhuga á að vinna

aftur að keppninni

Björn Emilsson upptökustjóri, sem skipulagði æfingar Beathoven í Írlandi, sagði það óneitanlega nokkur vonbrigði að lenda neðarlega. Sér hefði fundist lagið eiga miklu betra skilið. "Ég sagði krökkunum að þau myndu lenda í einu af fyrstu þremur sætunum til aðhalda uppi móralnum, því ég fann að þeim var brugðið þegar við komum út og fjölmiðlarnir voru á eftir fleirum en þeim.Ég var búinn að lofa að éta hattinn minn ef illa færi og er þegar búinn að því. Íslendingar eru alltaf stórtækir í öllu og stefna alltaf á brattann; þeir vilja vera fremstir í skák, handbolta og sönglagakeppni. Hins vegar finnst mér dálítill húmor í þvíað lenda í 16. sæti fyrst við urðum svona neðarlega."

Björn sagði að sér fyndist engin ástæða til að gera neinar breytingar á framkvæmd keppninnar. Íslendingar hefðu einfaldlega aðra tilfinningu fyrir popptónlist en Evrópuþjóðirnar auk þess sem keppnin ætti sér sterka hefð, sem Íslendingar væru að kynnast núna. "Ég held að meðalaldur okkar hóps sé lægri en annara keppenda og tónlistin er frekar fyrir fólk á miðjum aldri. Við erum ennþá að bögglast við að vera með tónlist sem höfðar til þess hóps sem hlustar á popptónlist. Öll framkvæmdin hefur gengið vel, allar áætlanir hafa staðið. Það eina sem fór úrskeiðis var að Stefán og Sverrir veiktust og gátu þvíekki alltaf verið saman til staðar til að kynna dúettinn. Auglýsingaherferðin hefði því getað farið betur." Björn var spurður hvaða hugsanir flygju í hug upptökustjóra sem sæti uppi með meira og minna veika hljómsveit þar sem söngvarinn væri verst haldinn, örfáum dögum fyrir keppni. "Þegar Stefán veiktist þá átti ég ekki til orð, það hvarflaði að mér að fá annan söngvara í hans stað. Ég sé reyndar ekki hvernig það hefði átt að vera mögulega. Þetta tók mjög á taugarnar."

Aðspurður sagðist Björn hafa áhuga á að vinna aftur að keppninni. "Ég hef ákaflega gaman af tónlist auk þess sem þessi reynsla kemur mér til góða."

En hvaða lög hélt Björn að myndu vinna? "Ég setti Lúxemburg í fyrsta sætið, Tyrkland í annað og Írland í það þriðja. Lag Sverris taldi ég lenda í 7. sæti. Því þráttfyrir að það sé mjög gott, fellur það ekki nógu vel inn í keppnina."

Dró úr gjamminu

eins og hægt var

Hermann Gunnarsson, sjónvarpsmaður, sá um að kynna keppnina fyrir Íslendingum. Hann sagðist hafa búist við því að kynningin yrði erfið þar sem dagskráin hafi verið svo þétt. "Hljóðið til Íslands kom ekki á fyrr en 15 sekúndum fyrir átta og því því þurfti ég að tala ofan í kynningarnar. Ég vissi að það yrði kvartað og dró því úr gjamminu eins og hægt var. Ef ég væri ekki vanur svona lýsingum, hefði ég orðið óskaplega stressaður."

Undir lok keppninnar brá breski sjónvarpsmaðurinn Terry Vaughan sér upp í þularklefana og hlustaði á kynningar þulanna. Þótti honum mikið til um íslenskuna. "Hvílíkt mál, þú ert nú alveg frábær," sagði hann við Hermann sem segir að sér hafi orðið bylt við þar sem Vaughan sé uppáhalds sjónvarpsmaðurinn sinn.

Aðspurður sagðist Hermann hafa átt von á meiri skrautsýningu en raun varð á; "Þetta er jákvæð samkoma Evrópuþjóða og Írarnir stóðu sig vel í skipulagningunni. Flestir hafa skoðun eftir á hvernig á að standa að framkvæmdinni. Hér eiga engar afsakanir við og því síður minnimáttarkennd, heldur á að bíta á jaxlinn og halda áfram."

Spældur yfir úrslitunum

"Áður en við fórum inn á svið gátum við ekki setið fyrir spenningi, en það er betra að byrja og ljúka þessu af," sagði Guðmundur Jónsson, gítarleikari, um líðan keppenda áður en stigið var á svið. "Þegar við komum niður af sviðinu var okkur sagt að keppendur og áhorfendur hefðu sungið með. Þegar ljóst varð hvernig laginu okkar myndi ganga fór mesta spennan íað fylgjast með hinum lögunum og við vorum fegin að Bretinn skyldi ekki vinna." Sjálfur sagðist hann hafa búist við því að lenda í 10. sæti.

Stefán Hilmarsson, söngvari sagðist spældur yfir úrslitunum. "Við eigum ekki gera okkur neinar vonir heldur hafa að markmiði að gera okkar besta." Stefán sagði 16. sætið hafa komið sér á óvart, hann hefði búist við að lenda í 10. sæti. Hann væri þó ánægður meðað hafa frekar lent í því 16. en 15. "Spennan var auðvitað mikil í bið herberginu en við tókum úrslitunum létt."

Heilsuna sagði Stefán orðna nokkuð góða. "Það er martröð söngvarans að fá fá svona slæmt kvef en ég hef braggast vel."

Hægt að einfalda framkvæmdina án

þess að rýra gæðin

Formaður íslensku sendinefndarinnar á söngvakeppninni í Dublin var Hrafn Gunnlaugsson. Þegar úrslitin voru ljós var Hrafn inntur álits á þátttöku Íslendinga. "Þátt taka í keppni sem þessari snýst ekki endilega um það að vinna keppnina eða vera í einhverju ákveðnu sæti, heldur er þetta spurningin um að vera þjóð meðal þjóðanna. Ef við hefðum alltaf sett það sem skilyrði fyrir þátttöku í Ólympíuleikum, að við ættum mann sem væri nokkurn veginn gull tryggður á verðlaunapall, hefðum við aldrei tekið þátt í Ólympíuleikunum," sagði Hrafn.

"Ég hef sjálfur verið talsmaður þess að sjónvarpið hefði sem mest samstarf við aðrar þjóðir, því það tryggir tilverurétt okkar og gerir okkur mögulegt að ráðast í stærri verkefni. Allt þetta alþjóðlega starf tengist í raun og veru saman og Söngvakeppnin er angi á sama meiði. Spurningin er hversu stór hluti af því fé, sem veitt er til innlendrar dagskrárgerðar, fer í keppnina. Það er ekkert leyndarmál að þegar ljóst var hversu mikið yrði skorið niður til innlendrar dagskrárgerðar, var það mín tillaga að Söngvakeppnin yrði eitt af því sem við skærum niður. En það var ekki vilji fyrir því innan yfirstjórnar Sjónvarpsins að við drægjum okkur út úr keppninni.

Höfundareinkennin verða að vera nógu skýr

Á að haga framkvæmdinni á annan hátt? "Ég held að við höfum lært af þátttökunni í þessi 3 skipti. Ég hef notað tímann til að hitta formenn hinna sendinefndanna og kynnast því hvernig þeir framkvæma keppnina í sínum heimahögum. Það er mjög mismunandi frá landi til lands hvaða leið er farin og við gætum farið miklu einfaldari leið til að kynna okkar lag án þess að rýra gæðin. T.d. hafa sumar þjóðir látið gera könnun á því hvaða höfunda fólk vildi fá tilað skrifa fyrir Söngvakeppnina. Síðan fá t.d. 5 þeirra algerlega frjálsar hendur til að vinna lagið. Ég held að þegar verðið er að gera listaverk sé vænlegast til árangurs að höfundareinkennin séu nógu skýr. Höfundurinn velur þá flytjendur sem hann telur koma laginu best til skila, þá er leiðin til áhorfandans styttri og greiðari. Meginatriðið er að flytjandinn nái aðskapa hlýju og tengsl við áhorfandann sem situr við ískaldan sjón varpsskerminn. Það tókst þeim t.d., litlu stúlkunni sem fyrir 2 árum söng um að hún elskaði lífið og núna þegar svissneska stúlkan reynir að tjá geðbrigðin gegnum sjónvarpsskerminn.

Íslenska aðferðin til að syngja er mikið til upprunnin úr rútubíla ferðum þar sem allir lalla. Við komum texta og lagi frá okkur á einfaldan hátt þar sem söngvarinn leggur ekki sál sína að veði. Slíkur flutningur er mjög sjaldgæfur á Íslandi og þá á ég ekki aðeins við dægurtónlist. Það er eins og við höfum ekki náð að sleppa alveg fram af okkur beislinu.

Með þessu er ég alls ekki að segja að lögin okkar 3 hafi verið stór mistök heldur angi af okkar hefð. Það er svo stutt síðan Íslendingar fóru að syngja. Hinir kornungu listamenn sem komu framfyrir hönd Íslands stóðu sig með sóma miðað við efni og ástæður.

Kostnaður lægri

en áætlað var

Fjárhagsáætlunum þarf að setja mjög strangan ramma, fækka lögunum og að Sjónvarpið verði fyrst og fremst sá aðili sem kemur lögunum á framfæri en ekki sá sem framleiðir. Við verðum að gera það upp við okkur hvers virði það er að taka þátt í keppninni og síðan að ákveða hvort við eigum að vera með. Mín skoðun er sú að svo lengi sem þetta ríður ekki annari dagskrárgerð á slig þá er það fé sem fer til skemmtiefnis ekkert verr komið í Söngvakeppninni en annarsstaðar. Kostnaður við Söngvakeppnina getur náð um 7 milljónum ef allt er tekið með í reikninginn; leiga á gervihnetti, þátttökugjaldi í EBU ofl. Útlagður kostnaður er nær 5 milljónum. Nú er alveg ljóst að kostnaðurinn er innan fjárhagsáætlunar og það stafar fyrst og fremst að því að nú er komin reynsla á þátttökuna. En það er ekkert sem segir að við þurfum að taka þátt í henni árlega."

Hvað gerir formaður sendinefndar?

"Satt að segja bar ég ákveðinn kvíðboga þegar ég fór til Dublin því ég er ekkert í þægilegri stöðu sem formaður sendinefndarinnar. En þessi dvöl reyndist mér miklu skemmtilegri en ég átti von á. Dublin er afar heillandi borg, ég hef gengið sömu leið og Blum söguhetjan í Ulysses eftir Joyce. Svo er Dublin full af krám, þar sem sumir af mestu rithöfundum Evrópu hafa setið og spjallað.

Mitt hlutverk hér er fyrst og fremst að koma fram fyrir hönd sendinefndarinnar, mæta í sumar af þeim óteljandi veislum og blaðamannafundum sem hér eru haldnir. Formaðurinn er fyrst og fremst til staðar ef eitthvað óvænt kæmi uppá og það þyrfti að bregðast mjög snögglega við. Nú gekk allt áfallalaust fyrir sig og ég er ekki frá því að þeir ágætu fjölmiðlamenn sem hafa verið hér hafi átt í erfiðleikum með að segja frá því sem var að gerast hér. Það hafi síðan orðið til þess að þeir sendu frá sér efni sem ekki var ýkja merkilegt til að réttlæta tilveru sína," sagði Hrafn Gunnlaugsson.

Morgunblaðið/Sverrir

Björn Emilsson, upptökustjóri Sjónvarpsins segir Stefáni Hilmarssyni til á æfingu.

Íslensku keppendurnir gera sig líklega til að bera Sverri Stormsker inn í upptökuverið. F.v.: Edda Borg hljómborðsleikari, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Sverrir Ólafsson Stormsker, Kristján Viðar Haraldsson, hljómborðsleikari og Þorsteinn Gunnarsson, trommuleikari.

Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker flytja lag Sverris, "Sokrates" á generalæfingu.

Morgunblaðið/Sverrir

Sigurvegarinn Celine Dion fagnar sigri. Við hlið hennar standa Atilla Sereftug, stjórnandi og Nella Martinetti höfundur lagsins.

Fögnuður svissnesku áhorfend anna var mikill þegar úrslitin voru ljós.

Íslenska dómnefndin að störfum. Fremst á myndinni er Guðrún Skúladóttir, ritari nefndarinnar. Í henni áttu sæti; Árni Gunnarsson fiskmatsmaður, Ásgeir Guðnason nemi, Davíð Sveinsson skrifstofumaður, Elín Þóra Stefánsdóttir vitavörður, Ellý Þórðardóttir matráðskona, Erla Björk Jónasdóttir fiðlusmiður, Guðrún Kristmannsdóttir fiskvinnslukona, Hólmfríður Jónsdóttir nemi og netagerðarmaður, Jónas Engilbertsson strætisvagnastjóri, Jónína Bachmann bréfberi, Kjartan Þór Kjartansson sjómaður, Ólafur Egilsson bóndi, Sigrún Kristjánsdóttir nemi, Sigurður Fanndal kaupmaður, Sigurður Ægisson prestur og Þórdís Garðarsdóttir húsmóðir og starfsmaður á elliheimili.