Loðnuvertíðin 1987 til 1988: Mestu af loðnu var landað hjá SR í Siglufirði Sigurður, Börkur og Guðmundur aflahæstu skipin EINNI fengsælustu loðnuvertíð Íslendinga lauk fyrir nokkru og liggja niðurstöður veiða og vinnslu nú fyrir hjá Loðnunefnd.

Loðnuvertíðin 1987 til 1988: Mestu af loðnu var landað hjá SR í Siglufirði Sigurður, Börkur og Guðmundur aflahæstu skipin

EINNI fengsælustu loðnuvertíð Íslendinga lauk fyrir nokkru og liggja niðurstöður veiða og vinnslu nú fyrir hjá Loðnunefnd. 48 skip stunduðu veiðarnar og tekið var á móti loðnu til bræðslu á 25 stöðum, þar af fjórum erlendis. Aflinn varð alls 911.838 tonn. 1.909 tonn af hrongum voru fryst og 3.092 tonn af loðnu til útflutnings. Þrjú aflahæstu skipin voru Sigurður RE með 31,541 tonn. Börkur NK með 30.554 og Guðmundur VE með 27.477 tonn. Eitt skip, Heimaey VE, framseldi allan kvóta sinn.

Hér fara á eftir töflur til að sýna gang vertíðarinnar. Í töflunni yfir afla skipanna er rétt að geta þess, að í síðasta dálki, veitt fyrirfram, eru einstaka tölur feitletraðar. Þær sýna hve mikið viðkomandi skip átti eftir af kvóta sínum, þegar veiðum var hætt. Hinar tölurnar sýna veiði umfram kvóta. Í öllum tilfellum er miðað við tonn, nema í dálknum um frystingu hrogna. Hún er talin í kílóum.