Miðlunartillaga ríkissáttasemjara: Felld í 13 félögum og samþykkt í 2 MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara var felld í þrettán félögum verslunarmanna af þeim fimmtán sem voru í verkfalli, en samþykkt í tveimur félögum, félaginu á Hvammstanga og...

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara: Felld í 13 félögum og samþykkt í 2

MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara var felld í þrettán félögum verslunarmanna af þeim fimmtán sem voru í verkfalli, en samþykkt í tveimur félögum, félaginu á Hvammstanga og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Atkvæði um tillöguna voru greidd á föstudag og laugardag og atkvæði talin þá um kvöldið.

Það var þó aðeins í félaginu á Hvammstanga að tillagan var samþykkt með naumum meirihluta atkvæða eða 14 atkvæðum gegn 13. Í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur voru 1.925 á móti tillögunni og 1.885 meðmæltir henni, en hún skoðast samþykkt, þar sem kjörsókn náði ekki 35% af félögum VR. 3.842 greiddu atkvæði af 11.565 félögum á kjörskrá eða 33,2% félagsmanna.

Í lögum um sáttastörf í vinnudeilum eru nákvæm fyrirmæli um afgreiðslu á miðlunartillögu. Ef þáttaka í atkvæðagreiðslu er minni en 35% þarf mótatkvæðafjöldi að hækka um einn af hundraði fyrir hvern hundraðshluta sem vantar upp á 35% til að fella miðlunartillöguna. Ef færri en 20% félagsmanna hefðu greitt atkvæði hefði miðlunartillagan skoðast samþykkt hvernig sv sem atkvæðagreiðslan hefði farið. Aðeins 73 fleiri hefðu þurft að greiða atkvæði gegn miðlunartillögunni til þess að fella hana, því þá hefðu 52% þeirra sem greiddu atkvæði verið á móti henni. Trúnaðarmannaráð VR hefur því aflýst verkfalli á félagssvæði sínu.

Í hinum félögunum þrettán var miðlunartillagan felld, víðast hvar með miklum meirihluta atkvæða. Í þeim félögum var kjörsókn á bilinu 42% og upp í 75,8%. Verkfall verslunarmanna þar stendur því áfram. Þessir staðir eru: Hafnarfjörður, Suðurnes, Akranes, Borgarnes, Stykkishólmur, Bolungarvík, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjar og Árnessýsla.

Af 19 manna framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands greiddu 18 atkvæði. 13 samþykktu miðlunartillöguna, 4 voru á móti og eitt atkvæði var ógilt. Af sjömanna stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna greiddu sex atkvæði. Þrír samþykktu tillöguna, tveir voru á móti og einn seðill var auður.

Forsvarsmenn VR mótmæltu þvíað stjórnir vinnuveitendasamta kanna greiddu aðeins atkvæði, en ekki félagar almennt eins og í versl unarmannafélögunum. Er það mál nú í athugun hjá VR.