Samþykkt framkvæmdastjórnar VSÍ: Viðskipta- og afgreiðslubann á fyrirtæki sem samið hafa Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands hefur falið samningaráði samtakanna að hefja undirbúning að viðskiptaog afgreiðslubanni fyrirtækja VSÍ á þau fyrirtæki...

Samþykkt framkvæmdastjórnar VSÍ: Viðskipta- og afgreiðslubann á fyrirtæki sem samið hafa Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands hefur falið samningaráði samtakanna að hefja undirbúning að viðskiptaog afgreiðslubanni fyrirtækja VSÍ á þau fyrirtæki sem gengið hafa til samninga við stéttarfélög þau sem eru í verkfalli. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnarinnar á sunnudag og fer samþykktin hér á eftir í heild.

"Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands fjallaði á fundi sínum í dag um þá svokölluðu samninga, sem ýmis félög verslunarmanna hafa síðustu daga gert við einstök smáfyrirtæki í verslun og þjónustu.

Stjórnin samþykkti að gera hlutaðeigandi stéttarfélögum grein fyrirþví, að þessir gerningar eru marklausir að því er aðildarfyrirtæki VSÍ varðar, þar sem aðeins VSÍ hefur heimild til að gera skuldbindandi kjarasamninga fyrir hönd sinna félagsmanna, skv. lögum samtakanna.

Þessir "samningar" eru í beinni andstöðu við lög um stéttarfélög og vinnudeilur og marklausir af þeim ástæðum einnig. Með gerð þeirra eru verkalýðsfélögin að brjóta ákvæði vinnulöggjafarinnar.

Þess vegna samþykkti framkvæmdastjórnin að fela samningaráði að undirbúa varnaraðgerðir tilað verja hagsmuni vinnuveitenda og knýja fram lyktir á yfirstandandi vinnudeilum.

Sem upphafsskref slíkra aðgerða samþykkir framkvæmdastjórnin að fela samningaráði að hefja undirbúning að viðskipta- og afgreiðslubanni aðildarfyrirtækja VSÍ gagnvart þeim fyrirtækjum, sem gengið hafa til samninga við þau stéttarfélög, sem nú heyja verkfall gagnvart aðildarfyrirtækjum VSÍ.

Ákvörðun þessi byggist á 64. gr. laga VSÍ, en þar segir: "Fram kvæmdastjórn getur, þegar vinnustöðvun stendur yfir eða er yfirvofandi, bannað meðlimum sambandsins að hafa viðskipti við tiltekna menn eða á sérstaklega ákveðnum sviðum, svo sem að selja tilgreinda vörutegund, og gert aðrar slíkar ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegar vegna afstöðu meðlima í vinnudeilum. Ef einhver maður utan sambandsins vinnur á móti hagsmunum meðlima, sem eiga í vinnustöðvun, eru aðrir meðlimir skyldir til þess að hafa engin viðskipti við hann, meðan á vinnustöðvuninni stendur. Sambandsstjórn getur samþykkt að sama skuli einnig gilda eftir að vinnustöðvun er lokið, annaðhvort um tiltekinn tíma eða þar til sambandsstjórn afléttir slíku viðskiptabanni.""