Um afskiptasaman spæjara Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Robert B. Parker: Taming a Seahorse Útg.

Um afskiptasaman spæjara Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Robert B. Parker: Taming a Seahorse Útg. Penguin 1987 ÞETTA er líklega nýjasta bók Parkers um hina frægusögupersónu sína Spenser spæjara og þótt hún sé þægileg aflestrar, var eins og þreytu merkja gætti. Spenser fer að grafast fyrir um gleðikonuna April Kyle, og ég man eftir að minnsta kosti einni bók til viðbótar, þar sem viðfangsefnið er hið sama. Eiginlega dálítið út í hött, það verður ekki betur séð en April Kyle vilji helzt vera laus við þessa afskiptasemi spæjarans, svoað hún geti stundað sitt starf í friði. Það kann að vísu að kosta að hún verði drepin en hún virðist fús að taka þá áhættu.

April stendur í þeirri sælu trú, að Robert nokkur Rambeaux sem er mellumangangari - og nemandi við Juilliard-tónlistarskólann í frístundum - elski sig og það kemur upp úr dúrnum, að fleiri stúlkur í greininni trúa því sama.

Einhverjir kauðar lemja tónlistarmanninn tilvonandi sundur og saman, eftir að Spenser fer að leita að April og önnur gleðikona Ginger segir honum harmsögu ævi sinnar og er auðvitað drepin líka. Spenser skilur, að hann er að komast í feitt og einhverjir stórlaxar vilja augsýnilega losna við hann, eða minnsta kosti fá hann til að hætta afskiptum sínum af þessu máli, sem mér var svo sem ekki almennilega ljóst hvað var nákvæmlega, því að leitin að April var svo ástæðulaus og hefði ég verið í bófanna sporum held ég að Spenser hefði farið í taugarnar á mér, þar sem þeirra aðgerðir og hvarf Aprils voru satt að segja ótrúlega laustengdar af slíkum fagmanni sem Robert Parker er.

En April finnst, en það er líklegt hún reyni að smokra sér í burtu aftur áður en langt um líður. Spens er og Susan geðlæknir Silvermann ræddu saman öðru hverju og þau eru jafn ástfangin og fyrr. Og að svo mæltu held ég að nú geri ég hlé á Spenserbókum í bili. Þegar afþreyingin er svo naumt skömmtuð og plottið jafn þunnt, þá er ráð að finna sér aðra lesningu.

Kápumynd