Óorði komið á fræðsluna Opið bréf til ráðherra heilbrigðisog tryggingamála og menntamála "Hæstvirtir ráðherrar. Á undanförnum árum hefur verið unnið verulega að því að koma baráttunni gegn áfengisvandamálum í farsælli farveg. Í því skyni m.a. var stofnuð...

Óorði komið á fræðsluna Opið bréf til ráðherra heilbrigðisog tryggingamála og menntamála "Hæstvirtir ráðherrar. Á undanförnum árum hefur verið unnið verulega að því að koma baráttunni gegn áfengisvandamálum í farsælli farveg. Í því skyni m.a. var stofnuð nefnd að frumkvæði Alþingis undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og átti að leggja drög að opinberri áfengismálastefnu á grundvelli stefnumörkunar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem leggur til að dregið verði úr neyslu áfengis til að stuðla að bættu heilbrigði fólks. Nefndin skilaði ýtarlegum tillögum til ríkisstjórnarinnar 1986.

Í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er í víðtækri áætlun um heilbrigði og heilsuvernd hér á landi gert ráðfyrir því að draga verulega úr neyslu áfengis til næstu aldamóta.

Mikil áhersla hefur verið lögð áað virkja skólakerfið í forvarnarstarfi, einkum grunnskólann, sbr. lög nr. 23/1983, þar sem bætt erí grunnskólalögin frá 1974 ákvæði um fræðslu um áhrif áfengis og annarra fíkniefna.

Verulegt átak var gert í þessari fræðslu í tíð tveggja fyrrverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur og Sverris Hermannssonar, með ráðningu námstjóra í hálft starf í fræðslu um þessi efni og ákvörðun um útgáfu viðamikils námsefnis.

Allt er þetta gert í þeirri trú að fræðsla um fíkniefni hafi áhrif á viðhorf fólks til þeirra og neyslu þeirra. Enn telja margir sig sæla íþeirri trú og fræðsla oftast nefnd til lausnar þess vanda sem neyslu þeirra fylgir.

Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt innan þings og utan hvort leyfa beri sölu áfengs öls í landinu. Í tengslum við þá umræðu hefur farið fram mikil fræðsla í formi greinagerðar og samantekta á ýmsum fyrirliggjandi upplýsingum um áfengt öl. Ekki síst hefur þessari fræðslu verið beint til alþingismanna. Nær allar þær upplýsingar, sem komið hafa fram, benda til þess að neysla áfengis aukist og þá um leið vandamál vegna þess.

Þrátt fyrir þessar upplýsingar og framangreinda stefnumörkun, sem miðar að því að draga úr neyslu áfengis, hefur meirihluti alþingismanna í neðri deild Alþingis og þarmeð taldir þið yfirmenn okkar, ráðherrar heilbrigðis- og tryggingamála og menntamála, ekki séð ástæðu til að taka tillit til þeirra eða láta þær ráða afstöðu ykkar við afgreiðslu á frumvarpi sem felur í sér að leyfa sölu á áfengu öli í landinu. Þetta er mikið áfall fyrir fræðslu- og upplýsingastefnuna í áfengis- og fíkniefnamálum og með þessu hafið þið og fleiri þingmenn komið slíku óorði á fræðslu sem leið í forvarnarstarfi að við teljum hana rúna trausti.

Við undirritaðir, sem höfum sinnt fræðslu- og upplýsingastarfi um áfengis- og önnur fíkniefnamál meðal skólanema, kennara og kennaranema um árabil teljum okkur því ekki fært að sinna þessum störfum áfram þar sem ætla má að við önnur öfl sé að etja en þau sem aukin þekking fær við ráðið. Enda teljum við hæpið að gera ráð fyrirþví að landsmenn almennt taki fremur mark á fræðslu okkar en alþingsmenn og ráðherrar á fræðsluog upplýsingum mun fróðari og hæfari fræðara.

Reykjavík 2. maí 1988.

Virðingarfyllst,

Ingólfur Guðmundsson, námstjóri í fræðslu um ávana- og fíkniefni í skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins.

Árni Einarsson, fulltrúi hjá Áfengisvarnaráði."