Bandaríkin: Framleiðni- og hagvaxtaraukning Hagvaxtarskeiðið hefur staðið á sjötta ár Washington. Reuter. PANTANIR frá bandarískum verksmiðjum jukust um 1,6% í mars og hafa ekki aukist jafnmikið síðustu þrjá mánuði.

Bandaríkin: Framleiðni- og hagvaxtaraukning Hagvaxtarskeiðið hefur staðið á sjötta ár Washington. Reuter.

PANTANIR frá bandarískum verksmiðjum jukust um 1,6% í mars og hafa ekki aukist jafnmikið síðustu þrjá mánuði. Þá vekur það einnig athygli, að enn virðist framleiðni á hvern starfsmann vera að aukast. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu.

Auk þessa jukust fjárframlög til húsbygginga um 1,5% í mars og þessar tölur og þær, sem birtar voru í fyrri viku, benda til áframhaldandi vaxtar í efnahagslífinu út árið. Hagvaxtarskeiðið í Bandaríkjunum hefur nú staðið í hálft sjötta ár.

Bandarísk fyrirtæki hafa að undanförnu aukið fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði og skorið niður ýmsan kostnað til að standast betur samkeppnina á alþjóðlegum markaði en auk þess hefur framleiðni á hvern starfsmann verið að aukast í nokkur ár. Árið 1986 jókst hún um 1,6%, 1987 um 0,8% og þetta ár byrjar með 0,9% aukningu. Ber öllum saman um, að í framtíðinni verði betri kjör og meiri velferð aðeins sótt í aukna framleiðni.