Menningarvika á Héraði Egilsstöðum. FYRIR skömmu var haldin Hér aðsvaka á Héraði en það er árleg menningarvika á vegum Menningarsamtaka Héraðsbúa.

Menningarvika á Héraði Egilsstöðum.

FYRIR skömmu var haldin Hér aðsvaka á Héraði en það er árleg menningarvika á vegum Menningarsamtaka Héraðsbúa. Að þessu sinni hófst Héraðsvakan með skemmtidagskrá þar sem nemendur framhaldsskólanna þriggja á Héraði völdu og fluttu blandað skemmtiefni. Einnig munu nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs og meðlimir leikfélagsins leggja fram sinn skerf viðað skemmta Héraðsbúum þessa viku.

Á þessari Héraðsvöku voru nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs með tvenna tónleika í Egilsstaðakirkju og Leikfélag Fljótsdalshéraðs var með skemmtidagskrá í tilefni sumarkomu sem byggð var upp áverkum Jónasar Árnasonar. Ágóða af skemmtun leikfélagsins var varið til styrktar fjölskyldunni í Vinaminni í Borgarfirði eystra en hún missti heimili sitt í eldsvoða á föstudaginn langa. Fleiri félagasamtök hér austanlands notuðu sumardaginn fyrsta til að afla fjár fyrir þessa fjölskyldu.

Skógræktarfélag Austurlands hélt einnig upp á 50 ára afmæli sitt á þessari Héraðsvöku með hátíðarfundi þar sem flutt voru ávörp og boðið upp á myndasýningu ásamt fjölbreyttu skemmtiefni.

­ Björn

Morgunblaðið/Björn Sveinsson

Nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs sem komu fram á tónleikum á Héraðsvöku.