Fossvogsbraut: Tillaga um yfirbyggingu Áætlaður kostnaður 200 milljónir FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar í viðræðunefnd borgarinnar og Kópavogs um framtíðarskipulag í Fossvogsdal, hafa lagt fram hugmynd um að Fossvogsbraut verði yfirbyggð að einum fjórða.

Fossvogsbraut: Tillaga um yfirbyggingu Áætlaður kostnaður 200 milljónir

FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar í viðræðunefnd borgarinnar og Kópavogs um framtíðarskipulag í Fossvogsdal, hafa lagt fram hugmynd um að Fossvogsbraut verði yfirbyggð að einum fjórða.

Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra, gerir hugmyndin ráð fyrir að byggt verði yfir brautina, þarsem styst er milli byggða íReykjavík og Kópavogi og að þar verði sameiginlegt útivistarsvæði fyrir sveitarfélögin. Kostnaður við yfirbygginguna er áætlaður um 200 milljónir króna en um 800 til 900 milljónir króna ef byggt er yfir alla brautina.