Frumvarp um stjórn umhverfismála: Samgönguráðuneyti verði ráðuneyti umhverfismála Í FRUMVARPI til laga um samræmda stjórn umhverfismála, sem nefnd á vegum forsætisráðherra hefur samið, er gert ráðfyrir að samgönguráðuneytið sjái um samræmingu...

Frumvarp um stjórn umhverfismála: Samgönguráðuneyti verði ráðuneyti umhverfismála

Í FRUMVARPI til laga um samræmda stjórn umhverfismála, sem nefnd á vegum forsætisráðherra hefur samið, er gert ráðfyrir að samgönguráðuneytið sjái um samræmingu umhverfismála, auk þess sem það fari með málefni sem snerta varnir gegn mengun sjávar, náttúruvernd, þarmeð talið landvernd, verndun náttúrulegs skóglendis og friðun dýra. Lagt er til að ráðuneytið breyti um nafn og heiti samgöngu- og umhverfisráðuneyti og innan þess verði stofnuð um hverfismálaskrifstofa. Einnig sjái félagsmálaráðuneyti um skipulagsmál og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti fari með málefni sem snerta mengunarvarnir aðrar en varnir gegn mengun sjávar.

Umhverfismál heyra nú undir átta ráðuneyti en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samræming umhverfismála verði falin einu ráðuneyti. Skipuð var nefnd 3. september sl. til að gera drög að frumvarpi um samræmda yfirstjórn umhverfismála og lauk hún störfum 26. apríl.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök stjórnarnefnd umhverfismála, sem skipuð verði fulltrúum ráðuneytanna þriggja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Náttúruverndarþings. Þá komi umhverfismálaráð í stað Náttúruverndarráðs og stöðuheimildir ráðsins flytjist í samgöngu- og um hverfismálaráðuneyti. Þá er lagt tilað verkefni heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna verði aukin, m.a. við mengunareftirlit. Heimildarákvæði er um tímabundna friðun ákveðinna svæða.

Með gildistöku frumvarpsins færast náttúruverndarmál og friðunarmál frá menntamálaráðuneyti og ákveðnir þættir landgræðslu og skógræktar frá landbúnaðarráðueyti til samgönguráðuneytis. Segir í athugasemdum frumvarpsins að eðlilegt sé að tengja náttúruverndarmál og samgöngu- og ferðamál og samgönguráðuneytið sé ennfremur tiltölulega lítið og miklu minna ráðuneyti en hin tvö sem einnig munu annast umhverfismál. Því ætti að reynast auðveldara að byggja upp sérstaka umhverfismálaskrifstofu innan þess en í hinum tveimur.

Meðal annarra nýmæla í frumvarpinu er að samgöngu- og umhverfisráðuneyti verði heimilt að setja gjaldskrá vegna notkunar á ýmiss konar einnota umbúðum og lagt er til að stofnaður verði um hverfisverndarsjóður sem stjórnarnefnd umhverfismála stjórni. Tekjustofn sjóðsins verði umbúða gjaldið og úr honum verði sveitarfélögum úthlutað styrkjum til umhverfisverndarmála. Einnig er gert ráð fyrir að hluta sjóðsins verði varið til fræðslu og upplýsingastarfa á sviði umhverfismála.

Í bráðabirgðaákvæðum er lagt tilað ríkisstjórnin geri, fyrir 1. júní 1989, áætlun í samvinnu við sveitarfélög um frágang skolp- og frá rennslislagna. Þá er lagt til að notkun á blýbensíni verði óheimil eftir 1995, og dregið verði úr notkun efnasambanda sem valdið geti eyðingu á ósonlaginu, þannig að hún minnki um 25% fyrir 1991 og um 50% fyrir 1999.

Nefndina skipuðu Sigurður M. Magnússon sem var formaður, Alda Möller, Hermann Sveinbjörnsson og Ingimar Sigurðsson.