Pólland: Harðvítug átök stjórnarandstæðinga og herlögreglu Varsjá, Reuter. SVEITIR öryggislögreglu beittu táragasi og kylfum gegn stjórnarandstæðingum í að minnsta kosti sex pólskum bæjum og borgum á sunnudag, 1. maí.

Pólland: Harðvítug átök stjórnarandstæðinga og herlögreglu Varsjá, Reuter.

SVEITIR öryggislögreglu beittu táragasi og kylfum gegn stjórnarandstæðingum í að minnsta kosti sex pólskum bæjum og borgum á sunnudag, 1. maí. Lögreglumenn réðust að fylgismönnum "Samstöðu", hinnar ólöglegu hreyfingar pólskra verkamanna, í kirkju einni í Gdansk og kom til harðvítugra átaka, að sögn sjónarvotta. Wojciech Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, sagði að yfirvöld í Póllandi myndu ekki líða stjórnleysi og að hvergi yrði hvikað frá stefnu stjórnvalda þrátt fyrir óróa og verkföll í landinu að undanförnu.

Að sögn sjónarvotta og talsmanna stjórnarandstæðinga beittu sveitir öryggislögreglu bareflum og táragasi gegn þúsundum stjórnarandstæðinga sem safnast höfðu saman í tilefni dagsins í Varsjá, Gdansk, Krakow, Wroc law, Lodz, Poznan og Plock.

Heimildarmenn Reuters-frétta stofunnar sögðu fimm öryggislögreglumenn hafa ruðst inn í kirkju heilagrar Brygidu í Gdansk. Félagar í "Samstöðu" höfðu safnast saman í kirkjunni og grýttu þeir öryggisverðina. Kom til átaka inni í kirkjunni og lumbruðu stjórnarandstæðingar á tveimur herlögreglumönnum eftir að hafa afvopnað þá. Fréttaritari Reuters í Gdansk kvað hundruð herlögreglumanna og stjórnarandstæðinga hafa barist á götum borgarinnar og grýttu fylkingarnar hvora aðra auk þess sem táragasi og bareflum var óspart beitt. Átökin stóðu í um 40 mínútur og var fjöldi fólks handtekinn. Margir hlutu opin sár eftir að hafa orðið fyrir bareflum herlögreglumanna sem spörkuðu gjarnan í herskáustu "Samstöðu"-mennina eftir að hafa slegið þá niður.

Hvatning frá Walesa

Fyrr um daginn hafði Lech Walesa, þekktasti leiðtogi "Sam stöðu", hvatt þúsundir stuðningsmanna samtakanna til að grípa til aðgerða á mánudag og sýna með því móti stuðning við kröfur 16.000 verkamanna í Lenín-stá liðjuverinu í Krakow, sem verið hafa í verkfalli frá því í byrjun síðustu viku.

Jaruzelski hershöfðingi sagði í hátíðarræðu í Varsjá að hvergi yrði hvikað frá stefnu stjórnvalda í efnhags- og félagsmálum og sagði að stjórnleysi í landinu yrði ekki liðið. Áfram yrði unnið að því að þoka landinu í átt til lýðræðis og umbóta þrátt fyrir andstöðu íhaldsmanna og þrýsting "niðurrifsafla" í þjóðfélaginu.

Reuter

Óeinkennisklæddur öryggislögreglumaður grípur til gúmmíkylf unnar og sprautar táragasi að einum fylgismanna "Samstöðu" í Varsjá.