Handleggsbrot í fangageymslum: Tveir lögreglumenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært tvo lögreglumenn í Reykjavík vegna þess atburðar, er ungur maður handleggsbrotnaði í fangageymslum lögreglunnar.

Handleggsbrot í fangageymslum: Tveir lögreglumenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært tvo lögreglumenn í Reykjavík vegna þess atburðar, er ungur maður handleggsbrotnaði í fangageymslum lögreglunnar. Annar hinna ákærðu er faðir mannsins, sem kærði unga manninn fyrir að skemma bifreið sína. Honum hefur verið vikið úr starfi sínu hjá lögreglunni í Reykjavík. Hinn maðurinn, sem ákærður hefur verið, er varðstjóri í fangamóttöku lögreglunnar við Hverfisgötu.

Málið verður rekið fyrir Sakadómi Reykjavíkur og fer Ingibjörg Benediktsdóttir, sakadómari, með það. Ingibjörg neitaði í gær að gefa upplýsingar um efni ákærunnar, þar sem hún hefði ekki verið birt sakborningum.