Helguvík: Hálft annað tonn af grjóti í hafnargarðinn Vogum. FRAMKVÆMDUM sem verktakafyrirtækið Núpur hf. sér um við gerð í Helguvík mun að mestu ljúka í júní að sögn Hermanns Sigurðssonar hjá Núp. Framkvæmdirnar hófust í apríl árið 1986.

Helguvík: Hálft annað tonn af grjóti í hafnargarðinn Vogum.

FRAMKVÆMDUM sem verktakafyrirtækið Núpur hf. sér um við gerð í Helguvík mun að mestu ljúka í júní að sögn Hermanns Sigurðssonar hjá Núp. Framkvæmdirnar hófust í apríl árið 1986.

Höfnin í Helguvík er dýpsta höfn landsins og er hafnargarðurinn hæsta stífla sem hefur verið gerð hérlendis, nokkru hærri en stíflan í Sigölduvirkjun.

Hönnun hafnarinnar er af nýrri gerð, en Vita- og hafnamálastofnun hefur þó notað samskonar hönnun lítillega við gerð smærri garða hérlendis. Aðeins ein höfn í heiminum hefur til þessa verið unnin samkvæmt þessari aðferð. Hins vegar eru 3 sams konar hafnir í byggingu í heiminum í dag.

Grjótinu í garðinn er komið fyrir í þykkum lögum, en ekki er aðeins um stóra steina að ræða. Allt grjót sem hefur farið í hafnargarðinn er vigtað og hefur alls ein og hálf milljón tonna af grjóti farið í hafnargarðinn, en til að fylgjast með legu garðsins hefur verið notast við fullkomnustu sjómælingatæki, sem hafa verið um borð í bátnum "Pjakk" og koma upplýsingarnar strax fram á tölvu.

­ EG

Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson

Framkvæmdir í fullum gangi við hafnargarðinn í Helguvík.