Hækkandi álverð: Tekjur Landsvirkjunar jukust um 12 milljónir milli ársfjórðunga TEKJUR Landsvirkjunar vegna raforkusölu til Álversins í Straumsvík jukust um 12 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa ársmiðað við síðasta ársfjórðung árið 1987.

Hækkandi álverð: Tekjur Landsvirkjunar jukust um 12 milljónir milli ársfjórðunga

TEKJUR Landsvirkjunar vegna raforkusölu til Álversins í Straumsvík jukust um 12 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa ársmiðað við síðasta ársfjórðung árið 1987. Er það í samræmi við hækkandi álverð á heimsmarkaði að undanförnu, en samkvæmt samningi fyrirtækjanna er tekið mið af álverði við verðlagningu á raforku til ÍSAL.

Að sögn Arnar Marinóssonar, fjármálastjóra Landsvirkjunar, voru rafmagnskaupin frá ÍSAL að magni til svipuð á síðasta ársfjórðungi 1987 og fyrsta ársfjóðungi þessa árs og miðað við sama raforkumagn skilaði fyrsti ársfjóðungur 1988 Landsvirkjun um 12 milljón krónum meira en síðasti ársfjórðungur 1987, en þá voru tekjurnar alls um 180 milljónir króna vegna raforkusölunnar til ÍSAL. Í þessum útreikningum er miðað við þáverandi verðlag og ekki tekið mið af gengisbreytingum. Miðað við sömu forsendur er gert ráðfyrir að tekjurnar á öðrum ársfjóð ungi verði um 28 milljón krónum meiri en á síðasta ársfjóðungi 1987.

Samkvæmt samningi Landsvirkjunar og ÍSAL er lágmarksverð 12,5 bandarísk mill (um það bil 50 aurar á núverandi gengi) á kW-stund. Í upphafi árs 1987 var raforkuverðið 12,514 mill, en síðasta ársfjóðrung 1987 var það komið upp í 14,921 mill og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 15,78 mill. Örn sagði að gert væri ráð fyrir að raforkuverðið til álversins yrði um 17 mill fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Lauslega reiknað aukast tekjur Landsvirkjunar, fyrir hvert hækkað mill, um rúmlega 50 milljónir króna á ársgrundvelli. Reiknað er með að meðaltal á raforkuverði til álversins á þessu ári verði um l6 mill.

.