Ný dælustöð tekin í notkun í Reykjavík: Hrein strönd eftir þrjú ár TEKIN hefur verið í notkun ný dælustöð við Laugalæk fyrir holræsi, sem liggja frá Ægisgötu, að Hringbraut og Skógarhlíð, Bústaðavegi, austan við Grensássveg og norðanvert Laugarnesi.

Ný dælustöð tekin í notkun í Reykjavík: Hrein strönd eftir þrjú ár

TEKIN hefur verið í notkun ný dælustöð við Laugalæk fyrir holræsi, sem liggja frá Ægisgötu, að Hringbraut og Skógarhlíð, Bústaðavegi, austan við Grensássveg og norðanvert Laugarnesi. Er dælustöðin liður í heildaráætlun borgarinnar um hreinsun strandlengjunnar af mengun vegna holræsa á næstu tveimur til þremur árum. Heildarkostnaður við nýju dælustöðina er um 85 milljónir króna.

Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði að með tilkomu stöðvarinnar væri áfanga náð að hreinsun stranda lengjunnar við borgina. Leiðslur með ströndinni hafa verið sameinaðar að hluta og tengdar dælustöðinn. Þegar lokið er við dælustöð sem nú er í byggingu við Skúlagötu, og fyrirhugaða hreinsistöð í Laugarnesi, verður strandlengjan hrein við Skúlagötu.

Sagði Davíð að á næsta ári yrði hafist handa við Ægisíðu en þar áað sameina holræsi úr Fossvogi og Skerjafirði í tvær dælustöðvar og þaðan í eina hreinsistöð. Því næst tekur strandlengjan við Eiðsgranda við með tveimur dælustöðvum og hreinsistöð í Örfirisey. "Á undangengnum árum hafa borgaryfirvöldum vaxið í augu kostnaður við þessar framkvæmdir og því ávalt lagt til hliðar áætlanir um endurbætur. Kostnaður reyndist hinsvegar lægri er til var tekið og nú er verkið vel á veg komið," sagði Davíð.

Í nýju dælustöðinni eru 8 dælur, 4 sem hver um sig dælir allt að 1500 l/sek af regnvatni og aðrar 4, sem dæla allt að 320 l/sek hver dæla. Heildarafköst stöðvarinnar eru því tæpir 7.300 l/sek og er mesta lyftihæð 12 m. Í þurrviðri er einungis dælt skólpi og eru minni dælurnar notaðar til þess. Dælt er upp í þrýstiturn og frá honum verður á næstu árum lögð plastlögn að fyrirhugaðri hreinsistöð í Laugarnesi og þaðan eftir 2-300 m langri leiðslu í sjó fram. Í mikilli úrkomu hafa minni dælurnar ekki undan. Ræðst þá af sjávarstöðunni hvort ein streymislokinn opnast og regnvatn rennur án dælingar í yfirfallsútrás ina út fyrir stórstraumsfjöru þegar sjávarstaðan er lág eða hvort ein streymislokinn lokast og stærri dælurnar, dæla regnvatninu í yfirfalls útrásina þegar sjávarstaðan er há.

Starfsmenn gatnamálastjóra, ásamt verkfræðistofu A. R. Reinertsen í Þrándheimi og Sveini T. Þórólfssyni aðstoðarprófessor, við Tækniháskólan í Þrándheimi sáu um reikninga á aðrennsli. Tveir þeir síðast töldu skipulögðu dæluþróna, sáu um útboðsgögn vegna kaupa á dælubúnaði og stýrðu að auki vinnu við hönnun raf- og stýribúnaðar ásamt loftræstikerfi.

Arkitekt hússins er Björn Hallsson. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddssen annaðist burðarþolsreikn inga og gerð útboðsgagna vegna uppsteypu stöðvarinnar. Holræsa stokka að og frá stöðinni hannaði verkfræðistofan Línuhönnun. Útboðsgögn vegna smíði stálhluta annaðist Sigurjón Yngvason tæknifræðingur. Hersir Oddsson tæknifræðingur annaðist hönnun rafbúnaðar í yfirbyggingu.

Verkið var unnið af Málmsmiðju og Suðustál á Akranesi og Hagvirki hf. Eftirlit annaðist Verkfræðistofan Mat sf., Verkfræðistofan Vista, Sigurjón Yngvason og Hersir Oddsson.

Nýja dælustöðin við Laugalæk sem formlega var tekin í notkun í gær.

Morgunblaðið/Þorkell

Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, Davíð Oddsson borgarstjóri, sem vígði nýju dælustöðina og Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri.

Morgunblaðið/Þorkell

Við Skúlagötu er verið að reisa dælustöð, sem tekin verður í notkun í haust.