Ákærður fyrir að bana konu sinni MAÐUR í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra að Klapparstíg 11 í janúar sl. Þann 10. janúar síðastliðinn tilkynnti maðurinn, sem er 51 árs, að eiginkona hans, Gréta...

Ákærður fyrir að bana konu sinni

MAÐUR í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra að Klapparstíg 11 í janúar sl.

Þann 10. janúar síðastliðinn tilkynnti maðurinn, sem er 51 árs, að eiginkona hans, Gréta Birgisdóttir, 26 ára, væri látin í íbúð þeirra að Klapparstíg. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún konuna látna, en eiginmaðurinn, sem var í íbúðinni, var handtekinn. Hann bar fyrst að konan hefði veitt sér sjálf þá áverka er drógu hana til dauða, en síðar viðurkenndi hann átök við hana. Við krufningu komí ljós að dánarorsök konunnar var köfnun.

Ákæra í málinu hefur nú verið birt eiginmanninum, en Pétur Guðgeirsson, sakadómari, fer með málið fyrir Sakadómi Reykjavíkur.