Af erlendum vettvangi eftir DAVID OWEN Þorskastríð vegna franskra smáeyja við Nýfundnaland Aðeins 12 sjómílum frá Burin-skaga á suðurströnd Nýfundnalands eru frönsku eyjarnar St. Pierre og Miquelon. Íbúar eyjanna, um 6.000 manns, lifa svo til eingöngu af...

Af erlendum vettvangi eftir DAVID OWEN Þorskastríð vegna franskra smáeyja við Nýfundnaland Aðeins 12 sjómílum frá Burin-skaga á suðurströnd Nýfundnalands eru frönsku eyjarnar St. Pierre og Miquelon. Íbúar eyjanna, um 6.000 manns, lifa svo til eingöngu af fiskveiðum, og misstu þeir því stóran spón úr aski sínum þegar Kanada færði efnahagslögsögu sína út í 200 mílur árið 1977. Hafa frönsk og kanadísk yfirvöld átt í stöðugum deilum um fiskveiðiréttindi eyjaskeggja undanfarin ellefu ár, en nú hefur náðst samkomulag um að fá einhvern þriðja aðila til að reyna að finna lausn á deilunni.

ram til ársins 1973 voru peningaseðlar þessara frönsku eyja skreyttir myndum af sæbörð um stríðsmönnum og berbrjósta suðrænum meyjum, sem svipaði til kvennanna frá Tahiti í málverkum Gauguins. En eyjarnar eiga fátt sameiginlegt með Tahiti. Frekar mætti líkja þeim við Falklandseyjar þar sem íbúarnir eru einnig mjög háðir fiskveiðum, þó þeir hafi einnig sauðfjárbúskapinn sem vart þekkist á St. Pierre og Miquelon. Í báðum eyríkjunum er veðráttan óblíð, og sem dæmi má nefna að á undanförnum 170 árum hafa um 700 skip farizt við strendur frönsku eyjanna.

Þessi samlíking fékk nýja merkingu eftir Falklandseyjastríð Breta og Argentínumanna árið 1982. Þá varaði Marc Plantagenest, þáverandi forseti löggjafarsamkundu frönsku eyjanna, við því að þær gætu orðið einskonar Falklandseyjar Norður-Atlantshafsins". Aðvísu taldi hann harla ólíklegt að Kanadamenn gerðu innrás á eyjarnar, en þeir gætu sett á þær viðskiptabann. Um 70% alls innflutnings St. Pierre-Miquelon kemur frá Kanada.

Útgerð í vanda

Eftir útfærslu efnahagslögsögu Kanada ákváðu Frakkar að fylgja fordæmi þeirra og lýsa yfir 200 mílna lögsögu við St. PierreMiquelon, ekki síður vegna hugsanlegra auðlinda á hafsbotni en vegna fiskveiðanna, en kanadísk yfirvöld viðurkenna aðeins 12 mílna lögsögu Frakka við eyjarnar. Þá neita Frakkar að hlíta ákvörðunum Kanada um fiskveiðikvóta á umdeildum svæðum" þar sem meint yfirráðasvæði ríkjanna skarast. Þetta hefur leitt til kanadískra ásakana um ofveiði franskra fiskiskipa og skipa eyjaskeggja á miðunum.

Þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum í fyrrahaust, gripu Kanadamenn til þess ráðs að banna fiskiskipum frá Frakklandi og St. Pierre -Miquelon með öllu aðgang að fiskimiðum sínum og höfnum. Kom þetta sér sérlega illa fyrir eyjaskeggja, sem misstu aðgang að hefðbundnum miðum sínum á St. Lawrenceflóa, og var meinað að senda skip sín til venjulegs viðhalds og viðgerða í kanadískum höfnum.

Þessar aðgerðir kipptu fótunum undan efnahag eyjaskeggja, sem eru algjörlega háðir fiskveiðunum, þótt útgerðin sé rekin með miklum ríkisstyrkjum. Aðeins einn af sex togurum St. Pierre-Miquelon er enn í rekstri. Tvær fiskverkunar stöðvar eru á eyjunum. Þeirri minni hefur nú verið lokað og rambar hún á barmi gjaldþrots. Íþeirri stærri er aðeins unnið hálfan vinnudag í viku hverri, og er áætlað að tap á rekstri hennar nemi um 8 milljónum franskra franka (um 55 millj. kr.) það sem af er árinu.

Umdeildar eyjar

Það var portúgalski landkönnuðurinn Jose Alvarez Faguendez sem fann eyjarnar árið 1520, en Frakkar lögðu þær undir sig árið 1604. Frá 1702-1814 voru eyjarnar ýmist undir stjórn Frakka eða Breta, en með samningnum í París árið 1814, eftir lok Napóleonsstyrjaldanna, urðu eyjarnar endanlega frönsk nýlenda, og eru nú síðasta nýlenda Frakka í NorðurAmeríku.

Það leynir sér ekki í höfuðborginni St. Pierre að eyjarnar eru franskar. Franskar bifreiðir á götunum, kosningaveggspjöld með myndum af Francois Mitterrand og Jacques Chirac, og Gita nes-sígarettur í verzlunum. En samskipti eyjaskeggja við aðflutta Frakka frá meginlandinu eru beggja blands. Talið er að um 1.000 franskir embættismenn og skyldulið séu á eyjunum. Það starfa 17 manns í landbúnaðarráðuneytinu, og hér vex ekki strá," segir Jean-Pierre Andrieux, hóteleigandi og ræðismaður Kanada á St. Pierre.

Eyjaskeggjum er fyllilega ljóst hvað það kostar Frakka að halda þessari síðustu nýlendu sinni í Norður-Ameríku. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs, sem franskir embættismenn segja að hafi verið mjög gott ár", nam andvirði heildaútflutnings eyjanna aðeins um 40-42% af þeim 256 milljónum franka (rúmlega 1.750 millj. króna) sem greitt var fyrir innflutt matvæli og olíu. Þá eru Frakkar að koma þarna upp stórri sundlaug og þurrkví, sem áætlað er að kosti 250 milljónir franka.

Þrátt fyrir þessa fyrirgreiðslu alla sýnist lítil vinátta ríkja milli efnaðra franskra embættismanna og eyjaskeggja, sem yfirleitt búa við fátækt. Þótt undarlegt megi teljast með tilliti til yfirstandandi deilna eru eyjaskeggjar í mun nánari tengslum við nágranna sína á Nýfundnalandi, enda mikið um hjúskapartengsl þar á milli. Svo mikil eru þessi tengsl að þær eru orðnar fáar fjölskyldurnar á eyjunum sem ekki eiga ættingja í Kanada.

Uppgangur á bannárunum

Joseph Lehuenen er sérfræðingur í sögu eyjanna og segir að mest hafi borið á giftingum eyjaskeggja og karla og kvenna frá Nýfundnalandi á árunum 1920-30 - en þá fluttist fjöldi manns til eyjanna frá Nýfundnalandi vegna mikillar velmegunar á eyjunum. Þessi velmegun stafaði þó ekki af fiskveiðunum, sem áttu sitt blómaskeið um síðustu aldamót þegar um 4.000 sjómenn stunduðu þar veiðar á um 200 seglbát um. Það var áfengi sem var undirstaða þessa uppgangs. Áfengisbannið í Bandaríkjunum varð til þess að St. Pierre lá vel við sem miðstöð fyrir smyglara og leynivínsala til að koma áfengi á gróðavænlegan markaðinn í Bandaríkjunum.

Þegar þessi viðskipti voru í hámarki, og innlendir smyglarar eins og Henri Moraze störfuðu við hlið glæpasamtaka Al Capones og Bills McCoys, voru um 3 milljónir kassa af áfengi sendar árlega frá St. Pierre á Bandaríkjamarkað. Enn kalla íbúar St. Pierre afnám bannlaganna í Bandaríkjunum efnahagshrunið".

Síðari tilraunir til að koma upp nýjum atvinnugreinum og gera eyjaskeggja óháðari fiskveiðunum hafa engan árangur borið. Í þeim tilraunum kennir margra grasa, og í einni áætluninni var gert ráðfyrir innflutningi alpaka og lama dýra til Miquelon, sem síðan átti að flytja út á ný til bænda í Norður-Ameríku.

Höfundur er blaðamaður hjá Financial Times.