Kristinn Björnsson Okkur barnabörnunum langar að minnast elskulega afa okkar meðnokkrum orðum. Afi lést 24. apríl sl. Það hvarflaði ekki að okkur þegar við kvöddum hann síðasta vetrardag, er hann var á leið utan, að hann yrði ekki lengur hjá okkur. Minningin frásíðasta sumri er við fórum með afa og ömmu til Búlgaríu og Þýskalands, mun seint líða úr huga okkar. Ef eitthvað var að, þá brást afi fljót við af allri sinni einlægni og hjálpsemi í hvert sinn er við leituðum til hans.

Missir okkar er mikill, en þó er missir þinn, elsku Magnea amma, mestur.

Öll okkar samúð er hjá þér, elsku amma.

Minningin um hann afa geymum við í hjörtum okkar, um leið og við sendum honum okkar hinstu kveðju biðjum við góðan guð að geyma hann.

Ó, Jesú séu orðin þín

andláts síðasta huggun mín

sál minni verði þá sælan vís

með sjálfum þér í Paradís.

(H.P.)

Kristinn, Magnea,

Brynja, Sævar.