Rússneska skáldið Mikhail Lermontov sagði að skáldskapurinn væri eins og rýtingur sem nýtist ekki lengur, boðaði fall keisarastjórnarinnar og einvaldann sem færi landið ótta og vonleysi, vopnaður stálhnífi.

Rússneska skáldið Mikhail Lermontov sagði

að skáldskapurinn væri eins og rýtingur

sem nýtist ekki lengur, boðaði fall

keisarastjórnarinnar og einvaldann

sem færi landið ótta og vonleysi, vopnaður stálhnífi.

Þannig voru skáldin áður fyr vopnaðir spámenn, einnig á Íslandi.

Ég dáist að þessum fyrirmyndum okkar

sem höfum gleymt því að minna á hvað það land á skilið

sem flytur inn læpuskaps ódyggðir eins og Bjarni

Thorarensen varaði við í sígildu kvæði sínu, Ísland,

og þessi íslenzki Lermontov segir að slíkt land

ætti að hníga í sjá og hverfa þangað sem það er komið.

Það er ekki úr vegi að hvetja rýtinginn enn og aftur

og minna á þá vellyst og vesöld sem hruninu ollu,

en þó er Ísland enn nafnkunna landið sem lífið oss veitti,

því það átti engan þátt í þeim mannskemmdum

kreppu og ódugnaðs sem við blasir.

Það vorum við sjálf sem hleyptum völskunum

í opið sár þess kveifarskapar sem kallaði

á siðferðisbrest græðginnar.

Og enn standa kerúbar vörð með sveipanda sverði

þar sem bláfjötur Ægis hnígur að klettóttri strönd.

Ljóðið birtist á vefsetri Matthíasar, http://matthiasj.squarespace.com/.