Eyjólfur Snæbjörnsson Okkur langar til að kveðja Eyfa frænda með nokkrum orðum. Við systkinin munum eftir honum í fjölskylduboðunum þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Hve hann átti auðvelt með að koma okkur tilað hlæja. Hvað það var gaman að koma í litla herbergið hans uppi á lofti og skoða alla munina sem hann var að safna. Auðvitað vildum við safna einhverju líka, og þegar einhver okkar fór að safna frímerkjum leiðbeindi Eyfi um meðhöndlun þeirra. Hann sagði okkur oft frá skátastarfinu - hve gaman það væri að vera úti í náttúrunni og læra og þroskast af skátastarfinu. Þetta hafði mikil áhrif á okkur enda gengu þrjú af okkur systkinunum í skátafélag.

En tíminn líður og þegar við eldumst verður okkur smátt og smátt ljóst að við fjarlægjumst barnið í sjálfum okkur - þetta á við flesta. En þegar við hittumst gat Eyfi alltaf fundið barnið í okkur.

Við þökkum frænda okkar fyrirað hafa gefið okkur minninguna um sig og allan þann lærdóm sem viðsem eftir lifum getum dregið af manni sem stóð í báða fætur og bauð dauðanum birginn.

Guð blessi alla þá sem hans sakna svo sárt. Guð geymi elsku Eyfa.

Erna, Kristjana,

Magga Sigga og Snæbjörn.