Eyjolfur Snæbjörnsson Robert Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar segir í ævisögu sinni að hann hafi átt tvö líf, annað sem snerti starfsævi hans en hitt varþað líf sem hann lifði fyrir sköpunarverk sitt, skátahreyfinguna. Eyjólfur Snæbjörnsson var einn þeirra lánsömu manna sem áttu tvö líf. Hann vann af rómaðri samviskusemi og nákvæmni sín daglegu störf og skilaði fullu dagsverki meðan kraftar leyfðu, en að starfsdegi loknum tók við starfið að æskulýðsmálum, semátti hug hans allan. Eyjólfur Snæbjörnsson var hugsjónamaður sem vildi sjá æsku landsins vaxa upp við hollan leik, íþróttir og skátastörf, leikinn þar sem menn læra að þekkja náttúru landsins, vinna í samfélagi við aðra menn og virða þá að verðleikum. Hann var snemma kallaður til forystu í skátahreyfingunni og varum áratuga skeið helsti burðarás skátastarfsins í Bústaðahverfi í Reykjavík. Þar mótaði hann ásamt samstarfsfólki sínu skátastarf sem til fyrirmyndar varð í landinu. Fékk hann til liðs við sig mikið mannval og var skátafélagið Garðbúar oft litið öfundarauga að geta státað af jafnöflugum forystuhópi.

Eyjólfur Snæbjörnsson lét sér afar annt um þau börn og unglinga sem voru félagar hans í skátafélaginu. Hann fylgdist með gengi þeirra og lífi löngu eftir að samstarfinu í skátafélaginu lauk. Í félagsstarfi var engin stund talin eftir. Ekkert verkefni var látið óunnið. Ævinlega boðinn og búinn að veita aðstoð öllum sem eftir henni leituðu.

Eyjólfur Snæbjörnsson lagði sig sérstaklega fram um að efla grundvöll skátastarfsins, foringjaþjálfun ina, og var einn af meginstoðum Gilwell-skólans á Úlfljótsvatni æðsta foringjaskóla skáta - í hálfan annan áratug. Ennfremur var hannog félagar hans einn ötulasti stuðningsmannahópur skátaskólanna á Úlfljótsvatni. Um árabil önnuðust þeir viðhald skátaskálanna að Úl fljótsvatni og studdu reksturinn semþeir máttu.

Þeir fjölmörgu skátar sem áttu samleið með Eyjólfi Snæbjörnssyni eiga honum mikið að þakka, en hann varð einnig sá gæfumaður að fá tækifæri til að bæta þá menn er með honum störfuðu. Á þann kátt uppskera hugsjónamenn laun sín.

Samstarfsmenn Eyjólfs í skátahreyfingunni hafa misst góðan fé laga og vin langt fyrir aldur fram. Sérstaklega verður hans minnst í hópi þeirra sem störfuðu með honumað foringjanámskeiðum að Úlfljótsvatni. Í þann hóp hefur verið höggvið stórt skarð. Hinn mildi persónuleiki Eyjólfs og manngæska hansverður okkur ævinlega hugstæður, þann góða arf eigum við eftir hann.

Þrátt fyrir umfangsmikil störf var Eyjólfur Snæbjörnsson mikill fjölskyldumaður og átti stuðning fjölskyldu sinnar í öllum störfum sínum. Við flytjum fjölskyldu hans samúðarkveðjur reykvískra skáta og allra þeirra mörgu sem þátt tóku í Gil well-námskeiðum á Úlfljótsvatni. Við þökkum Eyjólfi samfylgdina og minnumst hans er við heyrum góðs manns getið.

Gilwell-skátar