Meirihluti Þjóðverja, 60%, trúir því að evran og myntbandalag Evrópu muni lifa af, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem Forsa vann fyrir vikuritið Stern .

Meirihluti Þjóðverja, 60%, trúir því að evran og myntbandalag Evrópu muni lifa af, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem Forsa vann fyrir vikuritið Stern .

Margir eða 37% aðspurðra álíta að einhver evruríki eigi eftir að taka upp sinn fyrri gjaldmiðil. 23% segjast vera reiðubúin til að greiða sérstakan skatt til þess að aðstoða Grikki. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort Þýskaland eigi að taka þátt í að aðstoða Grikki í annað sinn, 49% eru fylgjandi stuðningi en 47% á móti.

Meirihluti aðspurðra segist ánægður með ESB, 40% eru ánægð með völd sambandsins en 33% segja að ríki eigi að fá til baka eitthvað af þeim völdum sem færst hafa til stjórnar ESB. kjon@mbl.is