Göng Héðinsfjarðargöng voru opnuð í fyrra. Frestun við útboð olli málaferlum.
Göng Héðinsfjarðargöng voru opnuð í fyrra. Frestun við útboð olli málaferlum.
Vegagerðin var í gær sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og NCC International um skaðabætur vegna þess að hætt var við útboð Héðinsfjarðarganga, fyrra útboðið sem opnað var í lok maí 2003.

Vegagerðin var í gær sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og NCC International um skaðabætur vegna þess að hætt var við útboð Héðinsfjarðarganga, fyrra útboðið sem opnað var í lok maí 2003. Hæstiréttur hafði áður kveðið upp dóm um að skaðabótaskylda væri fyrir hendi.

Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÍAV og NCC hefðu ekki sýnt fram á að um tjón hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði útreikningum þess efnis og einnig lægri útreikningum matsnefndar þar sem þeir útreikningar hefðu byggst á sömu forsendum og upplýsingum og útreikningar ÍAV. Kröfunni var því hafnað.

Örðugt að færa sönnur á tjón

Í niðurlagi dómsins segir m.a. að fallast megi á það með stefnendum að örðugt sér að færa sönnur á raunverulegt tjón þeirra vegna ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði þeirra í gerð Héðinsfjarðarganga.

Telja verði ósannað að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði þeirra í gerð ganganna. „Af sömu ástæðu brestur forsendur til þess að ákveða stefnendum bætur að álitum. Verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnenda.“