Hof Sýning Textílfélags Íslands í menningarhúsinu Hofi stendur frá 2. júlí til 17. júlí og er opin alla daga.
Hof Sýning Textílfélags Íslands í menningarhúsinu Hofi stendur frá 2. júlí til 17. júlí og er opin alla daga. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Textílfélag Íslands opnar umfangsmikla sýningu á Akureyri laugardaginn 2. júlí. Sýnt verður á þremur stöðum: Í Mjólkurbúðinni, í Ketilhúsinu og menningarhúsinu Hofi.

Textílfélag Íslands opnar umfangsmikla sýningu á Akureyri laugardaginn 2. júlí. Sýnt verður á þremur stöðum: Í Mjólkurbúðinni, í Ketilhúsinu og menningarhúsinu Hofi.

Fyrrum vagga textíliðnaðar

Fjölbreytni sýningarinnar gefur til kynna þá miklu breidd sem þráðlistir spanna á Íslandi í dag, en m.a. verður sýnd prjóna- og fatahönnun, veflistaverk, tauþrykk, þæfing, útsaumur, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og margskonar óhefðbundin þráðlistaverk unnin í blandaða tækni. Alls tekur um helmingur félagskvenna, eða 39 konur, þátt í sýningunni, sem er liður í Listasumri á Akureyri 2011.

Þetta er í fyrsta sinn sem Textílfélag Íslands sýnir norðan heiða en það er sannarlega viðeigandi enda var vagga textíliðnaðar á Íslandi á Akureyri lungann úr 20. öldinni.