— Morgunblaðið/Golli
Samningur í millum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu annars vegar og hins vegar Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.

Samningur í millum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu annars vegar og hins vegar Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Nokkur dráttur var á að SFH staðfesti samninginn sem þau gerðu loks sl. mánudag. Samningurinn er samhljóða þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarið.

Í atkvæðagreiðslu um samninginn við heilbrgiðisfyrirtækin voru 1.644 á kjörskrá. Fjórðungur kaus og 95% sögðu já.