Hávaði Háværar og stöðugar hrotur geta reynt mjög á þolinmæði makans.
Hávaði Háværar og stöðugar hrotur geta reynt mjög á þolinmæði makans.
Hótelkeðjan Crowne Plaza hefur nú kynnt herbergi sem eru sérstaklega hönnuð fyrir gesti sem hrjóta mikið og vilja gera maka sínum lífið léttara á ferðalögum, að sögn breska Independent . Beitt er margvíslegri tækni til að deyfa hávaðann.

Hótelkeðjan Crowne Plaza hefur nú kynnt herbergi sem eru sérstaklega hönnuð fyrir gesti sem hrjóta mikið og vilja gera maka sínum lífið léttara á ferðalögum, að sögn breska Independent .

Beitt er margvíslegri tækni til að deyfa hávaðann. Veggir og rúmstokkar eru úr efni sem drekkur í sig hljóð. Einnig er í herberginu sérstakur vélbúnaður sem á að kæfa hávaðann í hrotugörpum og geta þá rúmnautar þeirra sofnað.

Sérstök lögun rúmsins á að tryggja að þeir sem hrjóta sofi í stellingu sem minnkar hættuna á hrotum. Segulsvið er í koddunum og á það að opna betur öndunarveginn og gera efri hluta gómsins stífari en hann titrar annars hjá hrjótandi fólki. kjon@mbl.is