Þjóðlagaspunadjass Hljómsveitina Mógil skipa Heiða, Joachim, Ananta og Hilmar. Á tónleikunum mun Kristín Þóra Haraldsdóttir spila með þeim.
Þjóðlagaspunadjass Hljómsveitina Mógil skipa Heiða, Joachim, Ananta og Hilmar. Á tónleikunum mun Kristín Þóra Haraldsdóttir spila með þeim. — Ljósmynd/Sigurður Ástgeirsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hljómsveitin Mógil heldur tónleika vegna útgáfu á sinni annarri plötu í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 5. júlí klukkan 20:00. Fyrsta platan þeirra sem kom út árið 2007 hét Ró og fékk góðar viðtökur.

Börkur Gunnarsson

borkur@mbl.is

Hljómsveitin Mógil heldur tónleika vegna útgáfu á sinni annarri plötu í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 5. júlí klukkan 20:00. Fyrsta platan þeirra sem kom út árið 2007 hét og fékk góðar viðtökur. byggðist mikið á þjóðlögum en uppruni sveitarinnar er í þeim. Hljómsveitin varð til þegar söngkona sveitarinnar, Heiða Árnadóttir, var í klassísku söngnámi í Hollandi og leitaði til klarinettuleikarans Joachims Badenhorst til að gera mastersverkefni með sér og þau voru svo ánægð með árangurinn að þau höfðu samband við Anötu Roosens fiðluleikara og buðu henni að vera með. Seinna kom síðan Hilmar Jensson gítarleikari til liðs við þau. Þau stofnuðu hljómsveit til að prófa sig áfram með þetta þema. Þegar þau fengu síðan styrk frá tónlistarsjóðnum til að gera plötu helltu þau sér í verkefnið og úr varð áðurnefnd plata, . Á nýju plötunni þeirra, sem nefnist Í stillunni hljómar , er áfram unnið með þjóðlagaþemað en lög og textar eru engu að síður frumsamin.

Frumsamin þjóðlög

„Á fyrri plötunni notuðum við gamla íslenska texta úr þjóðsögum og Vísnabókinni,“ segir Heiða. „Á nýju plötunni sem ég textana en reyni að gera það í svipuðum stíl, þannig að þetta séu lítil íslensk ævintýri. Tónlistin er svona spuni í kringum þetta hjá okkur. Við köllum þetta þjóðlagaspunadjass. Við komum nú ekki með þennan stimpil á okkur sjálf, þetta er útlistun annarra á því sem við erum að gera. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður er í tónlistinni er maður ekki mikið að spá í flokkun, maður bara gerir það sem er hjarta manns næst,“ segir Heiða.

Óhætt er að kalla tónlistina spuna í þjóðlegum stíl, mætti jafnvel kalla þetta tilraunadjass í kringum rótgróna þjóðlagastemningu. Textarnir eru eins og lítil ævintýri, fjalla um litla atburði í daglega lífinu, eins og uglu sem flýgur alltaf yfir bústaðinn hjá Heiðu og Seleyjuna þar sem sjórinn sefur vært í logninu á meðan forvitinn selurinn kíkir kært.

Aðspurð játar Heiða því að þar sem hljómsveitarmeðlimirnir búi í nokkrum heimsálfum geti stundum verið erfitt að skipuleggja æfingar og tónleika. „Ég og klarinettuleikarinn, hann Joachim, erum mest í skipulagningunni. En við náum alltaf að koma saman nokkrum dögum fyrir tónleika og æfa. Við höfum aðallega verið að spila í Belgíu og Hollandi. Fyrri platan var einmitt gefin út hjá belgísku útgáfufyrirtæki. Það er mikil tenging við Belgíu því það eru tveir Belgar í bandinu. Svo höfum við líka farið til annarra landa og framundan eru líka tónleikar í Hollandi, Danmörku og Svíþjóð. Eftir að við spiluðum á WOMEX-hátíðinni fengum við tilboð um að fara til hinna Norðurlandaþjóðanna,“ segir Heiða.

Þjóðlagaspunadjass

Tónleikaröð

Framundan er röð tónleika hjá Mógil á Íslandi en þau hafa ekki spilað hérlendis lengi. Þau munu spila á Gljúfrasteini í Mosfellsbæ sunnudaginn 3. júlí og Café Rosenberg 4. júlí áður en sjálfir útgáfutónleikarnir verða í Fríkirkjunni hinn 5. júlí. Síðan fara þau norður og spila á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði hinn 6. júlí og í Deiglunni á Akureyri 7. júlí.

Tónlist þeirra er þjóðleg og djasskennd. Á nýju plötunni eru samt flest lögin frumsamin en í þjóðlagastíl eins og eftirfarandi texti ber með sér:

Uglan hvít og úfin, svífur þú til mín, sest á öxl mér, hvíslar í eyra mitt, sögur og ljóð um dýr og menn. Vindur hvín og feykir þér frá mér. Ég leita þín en leiðist burt frá þér, nú veit ég svo margt um dýr og menn.