Heiður Hinir nýju heiðursfélagar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, en hún tók fyrst allra sæti í heiðursráði fyrir aldarfjórðungi. Nú sitja 12 manns í ráðinu.
Heiður Hinir nýju heiðursfélagar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, en hún tók fyrst allra sæti í heiðursráði fyrir aldarfjórðungi. Nú sitja 12 manns í ráðinu.
Í tilefni af 60 ára afmæli Krabbameinsfélags Íslands þann 27. júní sl. var ákveðið á hátíðarfundi stjórnar félagsins að kjósa þrjá nýja heiðursfélaga til setu í heiðursráði félagsins.

Í tilefni af 60 ára afmæli Krabbameinsfélags Íslands þann 27. júní sl. var ákveðið á hátíðarfundi stjórnar félagsins að kjósa þrjá nýja heiðursfélaga til setu í heiðursráði félagsins. Þetta eru Guðrún Sigurjónsdóttir, Jóhannes Tómasson og Steinunn Friðriksdóttir. Í ráðinu voru níu heiðursfélagar fyrir.

Guðrún Sigurjónsdóttir var formaður Samhjálpar kvenna frá 2000-2010. Hún var í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá 2005-2011, síðast sem varaformaður.

Jóhannes Tómasson var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1996-2007, þar af formaður í 9 ár. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá 1999-2007, lengst af sem varaformaður.

Steinunn Friðriksdóttir hefur verið formaður Styrks síðan 1989 og átti mikinn þátt í því að fyrstu íbúðirnar fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur voru keyptar fyrir 20 árum og hefur alla tíð verið tengiliður Krabbameinsfélagsins við Landspítalann vegna þeirra.