[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kolbeinn Sigþórsson er eini Íslendingurinn sem er í 23 manna úrvalsliði sem sérstök nefnd á vegum UEFA valdi eftir Evrópumót knattspyrnumanna 21 árs og yngri sem lauk í Danmörku um síðustu helgi.
K olbeinn Sigþórsson er eini Íslendingurinn sem er í 23 manna úrvalsliði sem sérstök nefnd á vegum UEFA valdi eftir Evrópumót knattspyrnumanna 21 árs og yngri sem lauk í Danmörku um síðustu helgi.

Sjö leikmenn úr Evrópumeistaraliði Spánverja eru í liðinu og þá eru fimm Svisslendingar í því en þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleik.

Manchester United, ensku meistararnir í knattspyrnu, gengu í gær frá kaupum á David de Gea , markverði Atlético Madrid og spænska 21-árs landsliðsins, og sömdu við hann til fimm ára. De Gea, sem er tvítugur, gekkst undir læknisskoðun á mánudag og síðan var gengið frá málum en talið er að United greiði Atlético 18,9 milljónir punda fyrir hann. Þar með er hann annar dýrasti markvörður knattspyrnusögunnar en Juventus greiddi sem samsvarar 32,6 milljónum punda fyrir Gianluigi Buffon fyrir tíu árum.

Ég er þeirrar skoðunar að Edwin hafi verið besti markvörður heims og ég vonast til að geta líkt eftir honum og geta átt frábær ár hjá félaginu. Vonandi tekst mér að jafna eða jafnvel fara fram úr þeirri frammistöðu og framlagi sem hann lagði af mörkum fyrir félagið ,“ sagði Spánverjinn.

Svisslendingurinn Roger Federer , sem sex sinnum hefur unnið Wimbledon-mótið í tennis, féll úr leik eftir hörkuviðureign í átta manna úrslitunum á mótinu í gær þar sem hann tapaði fyrir Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga sem er í 19. sæti á heimslistanum. Hann mætir Serbanum Novak Djokovic í undanúrslitum. Djokovic hafði betur gegn Ástralanum Bernard Tomic . Þá tryggði Skotinn Andy Murray sér sæti í undanúrslitum eftir sigur á Spánverjanum Feliciano Lopez . Sigurinn var nokkuð öruggur þrátt fyrir að Murray spili meiddur.

Frank Rijkaard mun í dag verða ráðinn landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu í knattspyrnu. Þessi fyrrverandi þjálfari Barcelona mun gera þriggja ára samning og fær hann sem jafngildir 1,8 milljörðum íslenskra króna fyrir hann.