Samningaviðræður flugmanna og Icelandair stóðu enn yfir í Karphúsinu þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þær höfðu þá staðið yfir frá klukkan ellefu í gærmorgun. Ef deilan leysist ekki heldur yfirvinnubann flugmanna Icelandair áfram.
Samningaviðræður flugmanna og Icelandair stóðu enn yfir í Karphúsinu þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þær höfðu þá staðið yfir frá klukkan ellefu í gærmorgun. Ef deilan leysist ekki heldur yfirvinnubann flugmanna Icelandair áfram. Engir flugmenn verða á bakvakt meðan á banninu stendur. Af þeim sökum má búast við einhverju raski á flugferðum. Ekkert flug raskaðist þó í gær vegna yfirvinnubannsins. Icelandair hafði fyrirhugað að fella niður tvær flugferðir til Parísar í dag vegna yfirvinnubannsins. Félagið biður farþega þó að fylgjast grannt með.