Elizabeth Taylor
Elizabeth Taylor
Nú þegar Elizabeth Taylor er fallin frá eftir 79 ára jarðvist fara demantarnir hennar á ferðalag. Hún var ekki aðeins þekkt fyrir góðan kvikmyndaleik í myndum eins og Kleópatra og Hver er hræddur við Virginíu Woolf .
Nú þegar Elizabeth Taylor er fallin frá eftir 79 ára jarðvist fara demantarnir hennar á ferðalag. Hún var ekki aðeins þekkt fyrir góðan kvikmyndaleik í myndum eins og Kleópatra og Hver er hræddur við Virginíu Woolf . Hún var þekkt fyrir að elska fallega steina og gaf út sjálfsævisöguna Elizabeth Taylor: Ástarsamband mitt við skartgripi . Hún átti verðmætt safn listaverka, fata og steina. Þetta safn mun ferðast allt frá Moskvu til London og frá Dubai til New York þar sem það verður sett á uppboð og selt hæstbjóðanda.