Úlfar Steindórsson, t.v. og Kristján Þorbergsson eru nýir eigendur Toyota á Íslandi.
Úlfar Steindórsson, t.v. og Kristján Þorbergsson eru nýir eigendur Toyota á Íslandi.
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs sama fyrirtækis, keyptu í sl. viku 60% hlut í fyrirtækinu. Hlutinn keyptu þeir af Landsbankanum, sem hafði eignast allt fyrirtækið.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs sama fyrirtækis, keyptu í sl. viku 60% hlut í fyrirtækinu. Hlutinn keyptu þeir af Landsbankanum, sem hafði eignast allt fyrirtækið. Bankinn mun áfram eiga 40% í fyrirtækinu en salan til tvímenningana er hluti af uppgjöri Toyota á Íslandi við bankann.

Sviptingar hafa verið í rekstri bílaumboðanna og nýir menn hafa komið að rekstri þeirra að tilstuðlan banka. Arion banki, sem leyst hafði Heklu til sín, seldi fyrirtækið fyrr á árinu til Friðberts Friðbertssonar og Franz Jezorski. Þá vinnur Íslandsbanki að sölu á BLIH ehf., móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. Eigendur, eftir endurskipulagningu sem lauk fyrr á árinu, eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP fjármögnun hf. og Lýsing hf.