Byr Ársreikningi fyrir síðasta ár hefur ekki verið skilað. Eiginfjárstaða bankans er sögð neikvæð. Kröfuhafar fá ekki upplýsingar um stöðuna.
Byr Ársreikningi fyrir síðasta ár hefur ekki verið skilað. Eiginfjárstaða bankans er sögð neikvæð. Kröfuhafar fá ekki upplýsingar um stöðuna. — Morgunblaðið/Kristinn
Byr hf. hefur enn ekki skilað uppgjöri fyrir síðasta ár, en samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að senda ársreikningaskrá ársuppgjör þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.

Byr hf. hefur enn ekki skilað uppgjöri fyrir síðasta ár, en samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að senda ársreikningaskrá ársuppgjör þremur mánuðum eftir lok reikningsárs. Aðrir stærri bankar á Íslandi, til að mynda Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa allir birt uppgjör síðasta árs. Sem kunnugt er virða fyrirtæki ekki alltaf þann frest og draga jafnvel að skila ársuppgjörum mörg ár í röð. Byr er sem stendur í söluferli, en áhugasamir kaupendur hafa aðgang að óendurskoðuðum ársreikningi í svokölluðu rafrænu gagnaherbergi ásamt öðrum upplýsingum um fjárhagsstöðu bankans. Kröfuhafar Byrs, sem eiga í reynd 95% hlut í bankanum, hafa ekki fengið að sjá uppgjörið sem um ræðir eða fengið nákvæmar upplýsingar um stöðu bankans. Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að erlendir kröfuhafar Byrs væru heldur skúffaðir yfir því að geta ekki fengið upplýsingar um fjárhagsstöðu banka, sem er í þeirra eigu. thg@mbl.is