Sálmaskáld Sigurbjörn Einarsson biskup var ekki bara mikilsvirtur kennimaður heldur var hann líka afkastamikið sálmaskáld.
Sálmaskáld Sigurbjörn Einarsson biskup var ekki bara mikilsvirtur kennimaður heldur var hann líka afkastamikið sálmaskáld.
Í tilefni af hundrað ára afmæli Sigurbjörns Einarssonar verða haldnir tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20:00 þar sem fluttir verða sálmar eftir Sigurbjörn, en hann lést haustið 2008, þá 97 ára.

Í tilefni af hundrað ára afmæli Sigurbjörns Einarssonar verða haldnir tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20:00 þar sem fluttir verða sálmar eftir Sigurbjörn, en hann lést haustið 2008, þá 97 ára.

Á dagskránni verða sálmar á borð við Eigi stjörnum ofar, Dag í senn, Fræ í frosti sefur, Nú hverfur sól í haf og svo má telja. Fram koma Kirstín Erna Blöndal, Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson og leika lög af nýútkominni plötu, Hjartað játi, elski, treysti sem inniheldur 15 sálma Sigurbjörns, en einnig koma fram Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Pétur Ben, Toggi, Regína Ósk og Svenni Þór, Óskar Einarsson, Hrönn Svansdóttir og Fanný Tryggvadóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Frumflutt verða ný lög við fjóra sálma eftir Togga, Pétur Ben, Svavar Knút og Matthías Baldursson.